„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 18:40 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Ívar Fannar Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent