Hvað gerir Bjarni við bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. janúar 2024 16:31 Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands. Fyrir liggur að frumvarpið er afar umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og víðar sem eðlilegt er. Með því verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem þegar gilda um almenna lagasetningu, þar sem yngri lög hafa forgang gagnvart þeim sem eldri eru og sértækari lög gagnvart almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu. Með öðrum orðum mun frumvarpið þýða í reynd, nái það fram að ganga, að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið til þessa og innleitt verður í framtíðinni á meðan Ísland á aðild að EES, verði gert æðra annarri almennri lagasetningu hér á landi af þeirri einu ástæðu að það kemur frá Brussel. Öll önnur almenn lagasetning mun þar með lögum samkvæmt þurfa að taka mið af regluverki sambandsins. Viðsnúningurinn ekki skýrður Krafan um forgang regluverks Evrópusambandsins var einnig sett fram af Evrópusambandinu í aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum fyrir 30 árum síðan. Henni var hins vegar hafnað af íslenzkum stjórnvöldum af bæði pólitískum og lagalegum ástæðum og bókun 35 fyrir vikið innleidd með öðrum hætti. Þetta var öllum ljóst. Annars hefði Ísland að öllum líkindum ekki gerzt aðili að samningnum. Málið kom fyrst upp árið 2012 þegar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það að íslenzk stjórnvöld útskýrðu hvernig bókunin hefði verið innleidd. Fimm árum síðar lýsti stofnunin því yfir að ekki hefði verið staðið rétt að þeim málum þrátt fyrir að hafa þá ekki gert nokkra athugasemd við það í tæpa tvo áratugi. Stjórnvöld höfnuðu alfarið kröfu ESA og héldu uppi vörnum allt þar til þau kúventu fyrir um tveimur árum. Frumvarpið var lagt fram í lok marz á síðasta ári en náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Málið var í kjölfarið sett á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar síðasta haust. Engin skýring hefur verið gefin á þeim viðsnúningi sem felst í frumvarpinu. Fullyrt var að einungis væri um formsatriði að ræða og jafnvel sigur. Hvers vegna stjórnvöld héldu þá uppi vörnum árum saman í stað þess að fallast strax á kröfu ESA er hins vegar ósvarað. Forsenda aðildarinnar að EES Fyrir liggur að frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu enda efni þess í fullu samræmi við kröfu ESA. Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði málið ekki fram að ganga og færi í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri samkvæmt EES-samningnum að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Gefizt er upp fyrirfram. Málið minnir fyrir vikið að ýmsu leyti á Icesave-málið á sínum tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú ekki gert nokkra athugasemd við innleiðingu á viðkomandi regluverki Evrópusambandsins hér á landi um langt árabil þegar stofnunin ákvað að gera mál út af því. Þá átti líkt og nú að gefast upp fyrirfram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland hafði að lokum sigur. Vert er að árétta það að lokum að ein af forsendum aðildar Íslands að EES-samningnum á sínum tíma var sú að bókun 35 yrði innleidd með þeim hætti sem gert var og það ekki að ástæðulausu. Að öðrum kosti hefði að öllum líkindum aldrei orðið af aðildinni. Málið er hins vegar í fullu samræmi við þróun samningsins á undanförnum árum þar sem sífellt hefur verið farið fram á meira framsals valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands. Fyrir liggur að frumvarpið er afar umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og víðar sem eðlilegt er. Með því verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem þegar gilda um almenna lagasetningu, þar sem yngri lög hafa forgang gagnvart þeim sem eldri eru og sértækari lög gagnvart almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu. Með öðrum orðum mun frumvarpið þýða í reynd, nái það fram að ganga, að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið til þessa og innleitt verður í framtíðinni á meðan Ísland á aðild að EES, verði gert æðra annarri almennri lagasetningu hér á landi af þeirri einu ástæðu að það kemur frá Brussel. Öll önnur almenn lagasetning mun þar með lögum samkvæmt þurfa að taka mið af regluverki sambandsins. Viðsnúningurinn ekki skýrður Krafan um forgang regluverks Evrópusambandsins var einnig sett fram af Evrópusambandinu í aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum fyrir 30 árum síðan. Henni var hins vegar hafnað af íslenzkum stjórnvöldum af bæði pólitískum og lagalegum ástæðum og bókun 35 fyrir vikið innleidd með öðrum hætti. Þetta var öllum ljóst. Annars hefði Ísland að öllum líkindum ekki gerzt aðili að samningnum. Málið kom fyrst upp árið 2012 þegar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það að íslenzk stjórnvöld útskýrðu hvernig bókunin hefði verið innleidd. Fimm árum síðar lýsti stofnunin því yfir að ekki hefði verið staðið rétt að þeim málum þrátt fyrir að hafa þá ekki gert nokkra athugasemd við það í tæpa tvo áratugi. Stjórnvöld höfnuðu alfarið kröfu ESA og héldu uppi vörnum allt þar til þau kúventu fyrir um tveimur árum. Frumvarpið var lagt fram í lok marz á síðasta ári en náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Málið var í kjölfarið sett á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar síðasta haust. Engin skýring hefur verið gefin á þeim viðsnúningi sem felst í frumvarpinu. Fullyrt var að einungis væri um formsatriði að ræða og jafnvel sigur. Hvers vegna stjórnvöld héldu þá uppi vörnum árum saman í stað þess að fallast strax á kröfu ESA er hins vegar ósvarað. Forsenda aðildarinnar að EES Fyrir liggur að frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu enda efni þess í fullu samræmi við kröfu ESA. Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði málið ekki fram að ganga og færi í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri samkvæmt EES-samningnum að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Gefizt er upp fyrirfram. Málið minnir fyrir vikið að ýmsu leyti á Icesave-málið á sínum tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú ekki gert nokkra athugasemd við innleiðingu á viðkomandi regluverki Evrópusambandsins hér á landi um langt árabil þegar stofnunin ákvað að gera mál út af því. Þá átti líkt og nú að gefast upp fyrirfram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland hafði að lokum sigur. Vert er að árétta það að lokum að ein af forsendum aðildar Íslands að EES-samningnum á sínum tíma var sú að bókun 35 yrði innleidd með þeim hætti sem gert var og það ekki að ástæðulausu. Að öðrum kosti hefði að öllum líkindum aldrei orðið af aðildinni. Málið er hins vegar í fullu samræmi við þróun samningsins á undanförnum árum þar sem sífellt hefur verið farið fram á meira framsals valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun