Þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrir notkun á uppfinningu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2024 10:26 Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Íslenskar orkurannsóknir, eða ÍSOR, þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á þegar hann var starfsmaður stofnunarinnar. Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira