Dauðþreyttur á þjófnaði og birtir myndband af pörupiltunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 06:05 Brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar Páls pípara tvisvar með stuttu millibili og nemur tjónið milljónum. Á myndinni, sem er skjáskot úr myndbandinu, má sjá hina grunuðu. Brotist var inn í aðstöðu Guðmundar Páls Ólafssonar pípara í gærnótt og urðu hann og samstarfsaðilar hans fyrir tjóni upp á rúmlega milljón króna. Hann segir iðnaðarmannastéttina vera orðna þreytta á innbrotum sem séu afar tíð þessi misserin. Í myndbandi úr öryggismyndavél sem hann birti á Facebook í gær sjást tveir ungir karlmenn brjótast inn í verkfærageymsluna þeirra, raða ránsfengnum rólega á kerru og spjalla saman á meðan. „Það er eins og þeir séu í nammibúð, velja hvað þeir vilja í rólegheitum, spjalla saman og taka allt og fara með út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Rúmrar milljónar króna tjón Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar og félaga. Síðast var brotist inn til þeirra á Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru við vinnu. Hann telur tjónið þá hafa verið upp á eina og hálfa til tvær milljónir. Í þetta skipti hafi tjónið numið rúmri milljón króna. Guðmundur er pípulagningarmeistari annar eigenda Pípuleggjarans ehf. Guðmundur segir innbrot af þessu tagi vera alltof algeng og að fólk sé orðið þreytt á þessu. „Ég er búinn að fá nokkur símtöl frá iðnaðarmönnum í kringum mig sem eru búnir að lenda í þessu. Rafvirki hringdi í mig í dag. Það var sjöhundruð þúsund kall hjá honum fyrir einhverjum tveimur vikum. Einhver annar pípari varð fyrir þremur tjónum í fyrra. Þetta er endalaust,“ segir hann. Aldrei hægt að fá allt bætt Guðmundur segir að það fyrsta sem sé gert í svona aðstæðum sé að hafa samband við lögregluna og skila til hennar tjónaskýrslu. Lögreglan kemur skýrslunni síðan til tryggingafélaga. Aldrei sé hægt að fá allt bætt og tekjutapið vegna verkstopps geti einnig verið mikið. Hann segir vandamálið vera orðið mjög alvarlegt og að iðnaðarmannastéttin öll sé komin með nóg af þessu. „Þetta eru bara ungir litlir dópistar sem eru gerðir út af örkinni. Það er endalaust verið að stela af málurum, pípurum og rafvirkjum. Það er rosaleg þreyta komin í mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Í myndbandi úr öryggismyndavél sem hann birti á Facebook í gær sjást tveir ungir karlmenn brjótast inn í verkfærageymsluna þeirra, raða ránsfengnum rólega á kerru og spjalla saman á meðan. „Það er eins og þeir séu í nammibúð, velja hvað þeir vilja í rólegheitum, spjalla saman og taka allt og fara með út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Rúmrar milljónar króna tjón Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar og félaga. Síðast var brotist inn til þeirra á Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru við vinnu. Hann telur tjónið þá hafa verið upp á eina og hálfa til tvær milljónir. Í þetta skipti hafi tjónið numið rúmri milljón króna. Guðmundur er pípulagningarmeistari annar eigenda Pípuleggjarans ehf. Guðmundur segir innbrot af þessu tagi vera alltof algeng og að fólk sé orðið þreytt á þessu. „Ég er búinn að fá nokkur símtöl frá iðnaðarmönnum í kringum mig sem eru búnir að lenda í þessu. Rafvirki hringdi í mig í dag. Það var sjöhundruð þúsund kall hjá honum fyrir einhverjum tveimur vikum. Einhver annar pípari varð fyrir þremur tjónum í fyrra. Þetta er endalaust,“ segir hann. Aldrei hægt að fá allt bætt Guðmundur segir að það fyrsta sem sé gert í svona aðstæðum sé að hafa samband við lögregluna og skila til hennar tjónaskýrslu. Lögreglan kemur skýrslunni síðan til tryggingafélaga. Aldrei sé hægt að fá allt bætt og tekjutapið vegna verkstopps geti einnig verið mikið. Hann segir vandamálið vera orðið mjög alvarlegt og að iðnaðarmannastéttin öll sé komin með nóg af þessu. „Þetta eru bara ungir litlir dópistar sem eru gerðir út af örkinni. Það er endalaust verið að stela af málurum, pípurum og rafvirkjum. Það er rosaleg þreyta komin í mannskapinn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira