Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2024 20:41 Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Stöð 2 Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“ Reykjavík Orkumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“
Reykjavík Orkumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira