Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 12:07 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu að tíu erlend flugfélög skiluðu ekki farþegalistum til yfirvalda við komu til Íslands frá Schengen-löndum, líkt og lög kveða á um að gera skal. Án farþegalista er það happ og glapp hvort erlendir brotamenn komist til landsins eða verði stöðvaðir. Meðal þeirra flugfélaga sem ekki senda lista eru stór félög á borð við Lufthansa og Air Baltic. Íslensk lög skýr Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta vera langtímavandamál. „Íslensk lög eru alveg skýr hvað þetta varðar. Flugfélögum sem koma hingað til lands ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að afhenda þessar upplýsingar en í einhverjum tilfellum komast upp með að gera það ekki og ég er óánægður með þá stöðu,“ segir Úlfar. Samgönguyfirvöld ekki brugðist við Stjórnvöldum er heimilt að bæði leggja stjórnvaldssektir á félögin, sem og svipta þau lendingarleyfi. Það er þó undir samgönguyfirvöldum komið sem hafa að sögn Úlfars ekki brugðist við því hingað til. „Þetta eru grundvallarupplýsingar sem lögregla og tollur þurfa að hafa við landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. Við þurfum að geta farið kerfisbundið yfir upplýsingar um farþega flugvéla í okkar eftirliti því hefðbundið eftirlit á sér ekki stað á innri landamærum Schengen. Vegabréfaeftirlit er einungis með skipulögðum hætti á ytri landamærum Schengen. Þannig þetta eru í raun og veru grundvallarupplýsingar í okkar löggæslustörfum,“ segir Úlfar. Getuleysi á ferðinni Hann segir að dæmi séu um að einstaklingar sem ekki mega koma hingað til lands komist hingað með þessum hætti. Finnur þú fyrir því að það sé ekki vilji til þess að bregðast við? „Ég er ekki að segja að það skorti vilja en það er alveg bersýnilega eitthvað getuleysi á ferðinni,“ segir Úlfar. Lögreglumál Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu að tíu erlend flugfélög skiluðu ekki farþegalistum til yfirvalda við komu til Íslands frá Schengen-löndum, líkt og lög kveða á um að gera skal. Án farþegalista er það happ og glapp hvort erlendir brotamenn komist til landsins eða verði stöðvaðir. Meðal þeirra flugfélaga sem ekki senda lista eru stór félög á borð við Lufthansa og Air Baltic. Íslensk lög skýr Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta vera langtímavandamál. „Íslensk lög eru alveg skýr hvað þetta varðar. Flugfélögum sem koma hingað til lands ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að afhenda þessar upplýsingar en í einhverjum tilfellum komast upp með að gera það ekki og ég er óánægður með þá stöðu,“ segir Úlfar. Samgönguyfirvöld ekki brugðist við Stjórnvöldum er heimilt að bæði leggja stjórnvaldssektir á félögin, sem og svipta þau lendingarleyfi. Það er þó undir samgönguyfirvöldum komið sem hafa að sögn Úlfars ekki brugðist við því hingað til. „Þetta eru grundvallarupplýsingar sem lögregla og tollur þurfa að hafa við landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. Við þurfum að geta farið kerfisbundið yfir upplýsingar um farþega flugvéla í okkar eftirliti því hefðbundið eftirlit á sér ekki stað á innri landamærum Schengen. Vegabréfaeftirlit er einungis með skipulögðum hætti á ytri landamærum Schengen. Þannig þetta eru í raun og veru grundvallarupplýsingar í okkar löggæslustörfum,“ segir Úlfar. Getuleysi á ferðinni Hann segir að dæmi séu um að einstaklingar sem ekki mega koma hingað til lands komist hingað með þessum hætti. Finnur þú fyrir því að það sé ekki vilji til þess að bregðast við? „Ég er ekki að segja að það skorti vilja en það er alveg bersýnilega eitthvað getuleysi á ferðinni,“ segir Úlfar.
Lögreglumál Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira