Kindurnar fegnar að sjá Sigrúnu Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 16:35 Kindurnar voru fegnar að sjá Sigrúnu eiganda sinn en þær eru nú komnar í hesthús í Keflavík hjá góðum manni. Þar væsir ekki um þær. vísir/sigrún Sigrún Eggertsdóttir frístundabóndi fór í dag til Grindavíkur og sótti fé sitt, þrjátíu kindur alls. Þær voru fengnar að sjá Sigrúnu. Neyðarrýming í kjölfar gossins í og við Grindavík setti strik í reikninginn. Fjölmargir frístundabændur eru með fé á húsum „Nei, þetta var ekkert vesen. Við fengum símtal í gær. Þeir komu bara og sögðu, nú megið þið koma inn fyrir. Það fylgdi okkur björgunarsveitarmaður að kofanum,“ segir Sigrún. Kindurnar slógust um að fá klapp frá eiganda sínum Hún segist vera með 30 kindur alls með hrútum og kindum. Sigrún segir að þær hafi ekki verið orðnar vatnslausar. „Við erum með stóra bala inni og þeir eru alltaf fullir af vatni. Það náði enn niður og þær hafa ekkert verið vatnslausar. Svo fór björgunarsveitarmaður og vitjaði þeirra í gær, þannig að þær voru bara í góðu standi.“ Sigrún segir marga frístundabændur í Grindavík og spyr hvort það séu ekki allir frístundabændur á Íslandi? „Við erum í það minnsta ekki í þessu fyrir neitt nema hafa gaman að þessu.“ Og kindurnar voru ánægðar að sjá eiganda sinn. „Já,já. Þær eru nú yfirleitt fegnar að sjá hvern sem er. Hrúguðust í kringum mig þegar ég kom í hópinn. Og slógust um að fá klappið.“ Kindurnar komnar í hesthús í Keflavík Sigrún segir kindurnar vita sínu viti, þær séu ekki skynlausar skepnur. „Ég held líka að það ahfi gengið eitthvað á þarna inní kofa, einhverjar spýtur lágu þarna á gólfinu, þannig að þær hafa fundið eitthvað á sér.“ Sigrún segist sjálf búa í Kópavogi en hún er úr Grindavík og þar er fjölskylda hennar þannig að hún fer mikið til Grindavíkur. Hún segir að fólk hafi, þegar rýmt var, ekki haft nein tök á að taka féð með. Og hún var örlítið óörugg þegar hún fór þarna um. „Það var búið að tala um svo mikla gliðnun en það var ekkert þarna niðri við fjöruna. Mestu lætin voru þarna fyrir ofan,“ segir Sigrún. En fjárhús hennar eru nánast í fjöruborðinu, við Sjávarbraut við Stóru-Bót. „En við sóttum kindurnar og fengum inni fyrir þær í hesthúsi í Keflavík hjá góðum manni. Það er landris í Grindavík núna og ekkert hægt að segja til um hvað verður.“ Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Neyðarrýming í kjölfar gossins í og við Grindavík setti strik í reikninginn. Fjölmargir frístundabændur eru með fé á húsum „Nei, þetta var ekkert vesen. Við fengum símtal í gær. Þeir komu bara og sögðu, nú megið þið koma inn fyrir. Það fylgdi okkur björgunarsveitarmaður að kofanum,“ segir Sigrún. Kindurnar slógust um að fá klapp frá eiganda sínum Hún segist vera með 30 kindur alls með hrútum og kindum. Sigrún segir að þær hafi ekki verið orðnar vatnslausar. „Við erum með stóra bala inni og þeir eru alltaf fullir af vatni. Það náði enn niður og þær hafa ekkert verið vatnslausar. Svo fór björgunarsveitarmaður og vitjaði þeirra í gær, þannig að þær voru bara í góðu standi.“ Sigrún segir marga frístundabændur í Grindavík og spyr hvort það séu ekki allir frístundabændur á Íslandi? „Við erum í það minnsta ekki í þessu fyrir neitt nema hafa gaman að þessu.“ Og kindurnar voru ánægðar að sjá eiganda sinn. „Já,já. Þær eru nú yfirleitt fegnar að sjá hvern sem er. Hrúguðust í kringum mig þegar ég kom í hópinn. Og slógust um að fá klappið.“ Kindurnar komnar í hesthús í Keflavík Sigrún segir kindurnar vita sínu viti, þær séu ekki skynlausar skepnur. „Ég held líka að það ahfi gengið eitthvað á þarna inní kofa, einhverjar spýtur lágu þarna á gólfinu, þannig að þær hafa fundið eitthvað á sér.“ Sigrún segist sjálf búa í Kópavogi en hún er úr Grindavík og þar er fjölskylda hennar þannig að hún fer mikið til Grindavíkur. Hún segir að fólk hafi, þegar rýmt var, ekki haft nein tök á að taka féð með. Og hún var örlítið óörugg þegar hún fór þarna um. „Það var búið að tala um svo mikla gliðnun en það var ekkert þarna niðri við fjöruna. Mestu lætin voru þarna fyrir ofan,“ segir Sigrún. En fjárhús hennar eru nánast í fjöruborðinu, við Sjávarbraut við Stóru-Bót. „En við sóttum kindurnar og fengum inni fyrir þær í hesthúsi í Keflavík hjá góðum manni. Það er landris í Grindavík núna og ekkert hægt að segja til um hvað verður.“
Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira