„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 20:40 Á morgun lýkur borgarstjóraferli Dags og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur við. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. „Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira