„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 11:31 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. „Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira