Grunaðir um mörg skartgriparán í heimahúsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2024 20:31 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Margt bendir til þess að sami eða sömu þjófar hafi framið tíu innbrot í íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót að sögn lögreglu. Fólk saknar helst skartgripa og fjármuna eftir ránin. Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira