Norðlingaskóla breytt í Hogwarts: „Þau blómstra“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2024 20:00 Gríðarlegur metnaður er í búningum og skreytingum eins og sést. Þessi mynd er tekin á heimavist Gryffindor. Vísir/Arnar Norðlingaskóli er nánast óþekkjanlegur en honum hefur verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts þar sem nemendurnir keppa í þrautum og leysa námsverkefni á óhefðbundinn hátt. Kennararnir segja að það mætti gera meira af því að kenna börnum í gegnum leik enda blómstra börnin. Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira