Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2024 18:55 Inga Sæland formaður Flokks fólksins ætlar að leggja fram tillögu um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman á ný 22. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“ Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira