Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2024 13:31 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segi löngu tímabært að breyta lögum um forseta Íslands. Það sé tímaskekkja að frambjóðendur þurfi aðeins 1.500 meðmælendur til að geta boðið sig fram eins og árið 1945. Vísir/Vilhelm Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. Nú þegar tæpir fjórir dagar eru liðnir frá því að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann gæfi ekki aftur kost á sér til lengri setu hafa að minnsta kostið þrír stigið fram og tilkynnt að þeir ætli að gefa kost á sér í næstu kosningum sem fara fram 1. júní. Þó nokkur fjöldi segist á samfélagsmiðlum vera að íhuga að bjóða sig fram. Þá eru líklega einhverjir byrjaðir að máta sig við embættið með því að fá spunameistara til að nefna nöfn sín í opinberri umræðu. Loks er hægt að líta til fjölda frambjóðenda síðast þegar embættið var laust eða árið 2016 þegar 22 tilkynntu að þeir ætluðu að bjóða sig fram, níu skiluðu svo nægum fjölda meðmælenda þá eða 1.500 manns. Það er sami fjöldi meðmælenda og og þarf nú og þurfti þegar lögin tóku gildi árið 1945 og Íslendingar voru 127 þúsund. Landsmenn eru nú tvö hundruð þúsund fleiri en þá. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur nauðsynlegt að breyta þessu í stjórnarskránni. „Þetta er fullkomin tímaskekkja en Alþingi hefur mistekist að uppfæra stjórnarskránna í þessum atriðum sem öðrum sem hefur leitt til þess að þessi þröskuldur er orðin ansi lágur. Við getum því átt von á miklum fjölda frambjóðenda. Ef að þessi þröskuldur hefði fylgt mannfjöldaþróun hefði þurft um 6.000 undirskriftir sem þarf töluvert afl til að safna,“ segir Eiríkur. Hann segir að það þurfi að fara í miklar endurbætur á kaflanum um forsetann í stjórnarskránni. „Allur forsetakafli stjórnarskrárinnar er mjög óljós. Það stóð alltaf til við lýðveldistökuna að uppfæra kaflann til nútímahorfs en það hefur aldrei tekist þrátt fyrir fjölmargar tilraunir þar á meðal Stjórnlagaráðs 2010,“ segir Eiríkur. Ekki lengur sameiningartákn Eiríkur segir vissa hættu á að forsetaembættið verði ekki það sameiningartákn sem það eigi að vera. „Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í forsetakosningunum nú hlýtur embættið sama hversu lágt hlutfallið er. Eiríkur segir að þetta geti orðið til þess að það verði ekki sama eining um embættið og áður. „Dreifist atkvæðin á mjög marga frambjóðendur þá er hætta á því að næsti forseti verði kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. Það fari jafnvel undir tuttugu prósent. Þá myndi sitja í embætti forseta, einstaklingur sem hefði lítinn stuðning þjóðarinnar. Embættinu sem er ætlað að vera sameiningartákn væri orðið af einhverju allt öðru. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það ef það hefði verið búið að breyta lögum og setja t.d. inn að það þyrfti að kjósa milli tveggja efstu frambjóðendanna,“ segir Eiríkur. Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Nú þegar tæpir fjórir dagar eru liðnir frá því að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann gæfi ekki aftur kost á sér til lengri setu hafa að minnsta kostið þrír stigið fram og tilkynnt að þeir ætli að gefa kost á sér í næstu kosningum sem fara fram 1. júní. Þó nokkur fjöldi segist á samfélagsmiðlum vera að íhuga að bjóða sig fram. Þá eru líklega einhverjir byrjaðir að máta sig við embættið með því að fá spunameistara til að nefna nöfn sín í opinberri umræðu. Loks er hægt að líta til fjölda frambjóðenda síðast þegar embættið var laust eða árið 2016 þegar 22 tilkynntu að þeir ætluðu að bjóða sig fram, níu skiluðu svo nægum fjölda meðmælenda þá eða 1.500 manns. Það er sami fjöldi meðmælenda og og þarf nú og þurfti þegar lögin tóku gildi árið 1945 og Íslendingar voru 127 þúsund. Landsmenn eru nú tvö hundruð þúsund fleiri en þá. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur nauðsynlegt að breyta þessu í stjórnarskránni. „Þetta er fullkomin tímaskekkja en Alþingi hefur mistekist að uppfæra stjórnarskránna í þessum atriðum sem öðrum sem hefur leitt til þess að þessi þröskuldur er orðin ansi lágur. Við getum því átt von á miklum fjölda frambjóðenda. Ef að þessi þröskuldur hefði fylgt mannfjöldaþróun hefði þurft um 6.000 undirskriftir sem þarf töluvert afl til að safna,“ segir Eiríkur. Hann segir að það þurfi að fara í miklar endurbætur á kaflanum um forsetann í stjórnarskránni. „Allur forsetakafli stjórnarskrárinnar er mjög óljós. Það stóð alltaf til við lýðveldistökuna að uppfæra kaflann til nútímahorfs en það hefur aldrei tekist þrátt fyrir fjölmargar tilraunir þar á meðal Stjórnlagaráðs 2010,“ segir Eiríkur. Ekki lengur sameiningartákn Eiríkur segir vissa hættu á að forsetaembættið verði ekki það sameiningartákn sem það eigi að vera. „Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í forsetakosningunum nú hlýtur embættið sama hversu lágt hlutfallið er. Eiríkur segir að þetta geti orðið til þess að það verði ekki sama eining um embættið og áður. „Dreifist atkvæðin á mjög marga frambjóðendur þá er hætta á því að næsti forseti verði kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. Það fari jafnvel undir tuttugu prósent. Þá myndi sitja í embætti forseta, einstaklingur sem hefði lítinn stuðning þjóðarinnar. Embættinu sem er ætlað að vera sameiningartákn væri orðið af einhverju allt öðru. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það ef það hefði verið búið að breyta lögum og setja t.d. inn að það þyrfti að kjósa milli tveggja efstu frambjóðendanna,“ segir Eiríkur.
Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39
Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39