Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 12:07 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/einar Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum.
Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06