Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 10:16 Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingar eru sammála um að skoða þurfi fyrirbyggjandi aðgerðir ef koma skyldi til eldgoss nær höfuðborginni. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. Ármann sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær að skoða eigi að reisa eldgosavarnir í byggðum vestast í Hafnarfirði, það er að segja á Völlunum og við Hvaleyri. Sagði hann stóra skjálftann sem reið yfir í gær merki um að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang. Fara eigi að skoða uppbyggingu eldgosavarna umsvifalaust. „Það er alltof mikil byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ sagði Ármann. Ummerki um að Krýsvíku, Trölladyngja og Eldvörpin séu að taka við sér „Við erum komin inn í eldgosatímabil og það er gott að vera viðbúin því að það geti gosið í raun og veru hvar sem er á Reykjanesskaganum, þó það gerist kannski ekki einn, tveir og þrír,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Skaginn er kominn í gang og við erum að sjá ummerki um það að hinar ýmsu gosreinar á Skaganum, eins og Krýsuvík, Trölladyngja og Eldvörpin og fleira, virðast vera farin að taka við sér. Það þýðir að við verðum að búa okkur undir atburði eins og gliðnun og eldgos. Ef Krýsuvíkurkerfið fer í fullan gang þá getum við fengið gos fyrir ofan Hafnarfjörð, við Helgafell og þar. Þá er mjög skynsamlegt að huga að því að þetta geti gerst.“ Inntur eftir því hvort eldgos á skaganum yrðu alltaf hraungos segir Þorvaldur söguna bera þess merki að slík gos séu algengust á skaganum. Gosin geti þó framleitt stærri hraunbreiður en hafi komið út úr eldgosum síðustu ára. Kerfisbundið hættumat á breiðum grundvelli Hann tekur undir með Ármanni kollega sínum að huga þurfi að verndun byggða í næsta nágrenni við þekkt eldfjöll. „Ég held að það væri mjög skynsamlegt að fara í kerfisbundið hættumat og gera það á breiðum grundvelli,“ segir Þorvaldur og bætir við að til þess þyrfti alla sérfræðinga landsins á breiðu sviði „Við erum búin að gera ákveðið hættumat, hvar líklegustu staðirnir eru að geti gosið. Þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Svo hefur verið skoðað hver eru líklegustu rennslissvæði hrauna og hvaða áhrif það geti haft. Það þarf að gera á stærri skala fyrir Reykjanesið. Í flestum tilfellum er það ekki að fara að vera lífshættulegt heldur mun hafa áhrif á innviði.“ Þannig myndi til dæmis gos í Bláfjöllum hafa áhrif á skíðasvæðið, en ekki síst þjóðveg 1. „Það er um að gera að fara að skoða hvað við getum gert í fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er best að vera tilbúin og vita hvernig á að bregðast við og hvað er best viðbragðið. Það er skynsemi í því, því það er góð fjárfesting. Þá getum við dregið úr áhrifum þessara umbrota á okkar daglega líf eins mikið og kostur er.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36 Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59 Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Ármann sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær að skoða eigi að reisa eldgosavarnir í byggðum vestast í Hafnarfirði, það er að segja á Völlunum og við Hvaleyri. Sagði hann stóra skjálftann sem reið yfir í gær merki um að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang. Fara eigi að skoða uppbyggingu eldgosavarna umsvifalaust. „Það er alltof mikil byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ sagði Ármann. Ummerki um að Krýsvíku, Trölladyngja og Eldvörpin séu að taka við sér „Við erum komin inn í eldgosatímabil og það er gott að vera viðbúin því að það geti gosið í raun og veru hvar sem er á Reykjanesskaganum, þó það gerist kannski ekki einn, tveir og þrír,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Skaginn er kominn í gang og við erum að sjá ummerki um það að hinar ýmsu gosreinar á Skaganum, eins og Krýsuvík, Trölladyngja og Eldvörpin og fleira, virðast vera farin að taka við sér. Það þýðir að við verðum að búa okkur undir atburði eins og gliðnun og eldgos. Ef Krýsuvíkurkerfið fer í fullan gang þá getum við fengið gos fyrir ofan Hafnarfjörð, við Helgafell og þar. Þá er mjög skynsamlegt að huga að því að þetta geti gerst.“ Inntur eftir því hvort eldgos á skaganum yrðu alltaf hraungos segir Þorvaldur söguna bera þess merki að slík gos séu algengust á skaganum. Gosin geti þó framleitt stærri hraunbreiður en hafi komið út úr eldgosum síðustu ára. Kerfisbundið hættumat á breiðum grundvelli Hann tekur undir með Ármanni kollega sínum að huga þurfi að verndun byggða í næsta nágrenni við þekkt eldfjöll. „Ég held að það væri mjög skynsamlegt að fara í kerfisbundið hættumat og gera það á breiðum grundvelli,“ segir Þorvaldur og bætir við að til þess þyrfti alla sérfræðinga landsins á breiðu sviði „Við erum búin að gera ákveðið hættumat, hvar líklegustu staðirnir eru að geti gosið. Þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Svo hefur verið skoðað hver eru líklegustu rennslissvæði hrauna og hvaða áhrif það geti haft. Það þarf að gera á stærri skala fyrir Reykjanesið. Í flestum tilfellum er það ekki að fara að vera lífshættulegt heldur mun hafa áhrif á innviði.“ Þannig myndi til dæmis gos í Bláfjöllum hafa áhrif á skíðasvæðið, en ekki síst þjóðveg 1. „Það er um að gera að fara að skoða hvað við getum gert í fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er best að vera tilbúin og vita hvernig á að bregðast við og hvað er best viðbragðið. Það er skynsemi í því, því það er góð fjárfesting. Þá getum við dregið úr áhrifum þessara umbrota á okkar daglega líf eins mikið og kostur er.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36 Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59 Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36
Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59
Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01