Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 11:20 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gerð varnargarða fyrir ofan Grindavík klárlega vera tilraunarinnar virði. Mikið sé í húfi. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ Þetta sagði Magnús Tumi í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir skjálftana og landrisið hafa verið á sama stað og verið hefur. „Þetta er þarna í kringum Svartsengi, en Svartsengi er náttúrulega ekki bara Svartsengi [virkjunin]. Þetta er svæði sem er að lyftast og þar er kvika að safnast fyrir á kannski fimm kílómetra dýpi. Staðurinn þar sem má reikna með að fari upp, ef kemur til goss sem maður verður að telja líklegt, þá er það á svipuðum stað og var síðast, það er Sundhnúkssprungunni. Það gæti verið á sama stað, það gæti verið norðar. Það gæti líka verið sunnar, nær Grindavík.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Gæti runnið hratt inn í bæinn Aðspurður um hvort hann telji Grindavík vera í hættu segir Magnús Tumi að það sé ekki líklegt miðað við söguna að gossprungur nái inn í Grindavík. „En, Grindavík óvarin, þá getur hraun runnið mjög hratt inn í bæinn. Við sáum til dæmis gosið sem kom síðast þá var hraunið mjög þunnfljótandi. Hraunið var komið mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra, á einum klukkutíma. En svo fór það ekki mikið lengra í því tilviki. Þess vegna er sú gerð varnargarða sem á að byrja á nú í hádeginu, hún er ekkert að byrja of snemma,“ segir Magnús Tumi. Fyrirstaða sem beinir hraunin framhjá Magnús Tumi segir ekkert hægt að fullyrða um að varnargarðarnir muni virka. „En hins vegar er það þannig að ef við horfum á hraunið sem hefur þarna verið að renna… Hraun sem rennur mjög hratt, það er þunnfljótandi. Þá er spurningin sú að búa til fyrirstöðu sem beinir hrauninu annað og beinir því framhjá. Það þýðir ekkert að byggja garða og ætla að safna þessu upp, eins og stíflu. Auðvitað getur það virkað ef þú ert heppinn, en hitt er miklu skynsamlegra og hugsunin er sú að þetta eru leiðigarðar.“ Svona er hugsunin að varnargarðurinn norðan Grindavíkur gæti litið út. Framkvæmdir hefjast í dag.Stjr Tilraunarinnar virði Magnús Tumi segir þetta klárlega vera tilraunarinnar virði þar sem eignir og verðmætin þarna séu metin á 150 milljarða en að kostnaðurinn við gerð leiðigarðanna fimm til tíu milljarðar króna. Hann segir sömuleiðis að til greina komi að kæla hraun með sjó, komi upp ákveðnar aðstæður. „Samspil varnargarða og hraunkælingar, það er eðlilegt að hugsa þetta þannig. En ef hraun er þunnfljótandi og rennur mjög hratt, þá er erfitt að beita vatninu,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Þetta sagði Magnús Tumi í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir skjálftana og landrisið hafa verið á sama stað og verið hefur. „Þetta er þarna í kringum Svartsengi, en Svartsengi er náttúrulega ekki bara Svartsengi [virkjunin]. Þetta er svæði sem er að lyftast og þar er kvika að safnast fyrir á kannski fimm kílómetra dýpi. Staðurinn þar sem má reikna með að fari upp, ef kemur til goss sem maður verður að telja líklegt, þá er það á svipuðum stað og var síðast, það er Sundhnúkssprungunni. Það gæti verið á sama stað, það gæti verið norðar. Það gæti líka verið sunnar, nær Grindavík.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Gæti runnið hratt inn í bæinn Aðspurður um hvort hann telji Grindavík vera í hættu segir Magnús Tumi að það sé ekki líklegt miðað við söguna að gossprungur nái inn í Grindavík. „En, Grindavík óvarin, þá getur hraun runnið mjög hratt inn í bæinn. Við sáum til dæmis gosið sem kom síðast þá var hraunið mjög þunnfljótandi. Hraunið var komið mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra, á einum klukkutíma. En svo fór það ekki mikið lengra í því tilviki. Þess vegna er sú gerð varnargarða sem á að byrja á nú í hádeginu, hún er ekkert að byrja of snemma,“ segir Magnús Tumi. Fyrirstaða sem beinir hraunin framhjá Magnús Tumi segir ekkert hægt að fullyrða um að varnargarðarnir muni virka. „En hins vegar er það þannig að ef við horfum á hraunið sem hefur þarna verið að renna… Hraun sem rennur mjög hratt, það er þunnfljótandi. Þá er spurningin sú að búa til fyrirstöðu sem beinir hrauninu annað og beinir því framhjá. Það þýðir ekkert að byggja garða og ætla að safna þessu upp, eins og stíflu. Auðvitað getur það virkað ef þú ert heppinn, en hitt er miklu skynsamlegra og hugsunin er sú að þetta eru leiðigarðar.“ Svona er hugsunin að varnargarðurinn norðan Grindavíkur gæti litið út. Framkvæmdir hefjast í dag.Stjr Tilraunarinnar virði Magnús Tumi segir þetta klárlega vera tilraunarinnar virði þar sem eignir og verðmætin þarna séu metin á 150 milljarða en að kostnaðurinn við gerð leiðigarðanna fimm til tíu milljarðar króna. Hann segir sömuleiðis að til greina komi að kæla hraun með sjó, komi upp ákveðnar aðstæður. „Samspil varnargarða og hraunkælingar, það er eðlilegt að hugsa þetta þannig. En ef hraun er þunnfljótandi og rennur mjög hratt, þá er erfitt að beita vatninu,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57
Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00
Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04