Með lóðum skal land byggja Kári Árnason skrifar 1. janúar 2024 22:30 „Eftir að ég byrjaði að stunda styrktarþjálfun þá er orðið miklu auðveldara að……” (þú, lesandi góður, mátt setja hér inn það orð eða athöfn sem þér dettur í hug). Ósjaldan hefur þessi setning heyrst þegar fólk endurmetur gang mála á hinum ýmsum sviðum lífsins eftir að hafa stundað eitt æðsta form af hreyfingu sem völ er á. Nú þegar nýtt ár er runnið upp og hversdagsleg rútínan framundan, fara margir að leiða hugann að því hvort það sé ekki kominn tími til þess að fara stunda reglulegri hreyfingu. Við slíkt tilefni er tilvalið að setja niður á blað nokkur vel valin orð um ágæti styrktarþjálfunar og lóðalyftinga. Það er nefnilega fátt í þessu heimi sem mannskepnan getur gert fyrir sjálfa sig sem hefur jafn jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði eins og það að stunda styrktarþjálfun. Enda er því gjarnan fleygt fram að ef það væri til einhver pilla sem hefði jafn víðtæk áhrif á líkamann og styrktarþjálfun þá væri framleiðandi þeirrar pillu ansi loðinn um lófana. Margir þekkja ráðleggingarnar varðandi 30 mínútna lágmarks daglega hreyfingu en það gleymist gjarnan að í ráðleggingum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að fólki er ráðlagt að stunda styrktarþjálfun af miðlungs eða mikilli ákefð a.m.k. tvisvar í viku. Burt séð frá því hvort við séum að tala um unglinga, fullorðna, eldri borgara eða fólk sem glímir við ýmsa króníska sjúkdóma þá græðum við öll á því að rífa í lóðin eða vinna með okkar eigin líkamsþyngd í hvers kyns æfingum. Ávinningur þess að vera kraftmikil/l og með nóg af kjöti á beinunum er nefnilega ansi mikill. Með því getum við m.a. minnkað líkurnar á byltum og beinbrotum, dregur úr áhættu á að greinast með hina ýmsu hjarta- og æða sjúkdómum auk þess að geta dregið úr vitrænni skerðingu. Styrktarþjálfunin getur ekki einungis fjölgað árunum sem við lifum heldur getur hún aukið lífsgæðin þannig að við getum notið betur þeirra ára sem við fáum að lifa. Líkt og einn skjólstæðingur tjáði undirrituðum í endurkomutíma eftir sex mánuði í ræktinni…”Það er allt orðið auðveldara”. Í hinni eilífu umræðu um heilbrigðiskerfið okkar og þær krónur sem kostar að reka það þá getur skipt sköpum að leggja áherslu á það sem er kostnaðarhagkvæmt og gefur okkar mikið fyrir minna. Á öllum peningum eru hins vegar tvær hliðar og því er ekki að neita að það eru margir þarna úti sem fá grænar bólur þegar talið berst að styrktarþjálfun og lóðalyftingum. Tilhugsunin um sterka svitalykt og fáklædda kjötskrokka starandi á sjálfa sig í speglinum í World Class fær fólk stundum til þess að snúa við á staðnum og ganga í burtu. Mörgum finnst þetta líka bara svo leiðinlegt að það hálfa væri nóg. Slíkt ber að sjálfsögðu að virða og er það þá gjarnan hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að aðstoða fólk við að finna það form styrktarþjálfunar sem það hefur ánægju af. Svo er það hins vegar bleiki fíllinn í herberginu sem er stundum dálítið viðkvæmt að tala um. Það er sú staðreynd að það er bara sumir hlutir í lífinu sem eru alveg drepleiðinlegir en jákvæð áhrif þeirra eru svo mikil að þau trompa leiðindin. Mannskepnan er aftur á móti þannig sett saman að mörgum finnst mjög leiðinlegt að stunda einhverja iðju sem þau eru ekki góð í og hætta þess vegna áður en aukinni færni er náð. Það er í eðli okkar að vilja sjá árangur helst í gær og án þess að þurfa leggja of mikið af mörkum. Brekkan í upphafi er oft ansi brött líkt og góður maður fékk að upplifa stuttu eftir að hann byrjaði að spila golf. “Að ég skuli vera eyða öllum þessum tíma og peningum í að vera pirraður er ótrúlegt” tautaði hann en hélt svo áfram leit að kúlunni. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að geta séð stóru myndina. Það er nefnilega svo merkilegt á þeim áratug sem undirritaður hefur starfað í heilbrigðiskerfinu hefur undirritaður aldrei hitt skjólstæðing sem hefur kvartað undan verri líðan eftir að hafa gefið sér tíma til þess að ná tökum á styrktarþjálfuninni. Útkoman er langoftast þveröfug. Það verður svo gott sem allt miklu auðveldara. Með einföldum æfingum og tiltölulega lítilli fyrirhöfn getum m.a. við haldið gamla fólkinu okkar lengur heima (og sparað ríkinu nokkrar krónur í leiðinni), létt lund og líðan hjá þeim fjölda sem glímir við andleg veikindi, minnkað stoðkerfisverki eða bætt frammistöðu okkar í þeim áhugamálum sem við eigum og dregið úr óþarfa skapsveiflum á golfvöllum landsins. Lóðin lengi lifi! Höfundur er sérfræðingur í bæklunarsjúkraþjálfun og sérlegur áhugamaður um lóðalyftingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
„Eftir að ég byrjaði að stunda styrktarþjálfun þá er orðið miklu auðveldara að……” (þú, lesandi góður, mátt setja hér inn það orð eða athöfn sem þér dettur í hug). Ósjaldan hefur þessi setning heyrst þegar fólk endurmetur gang mála á hinum ýmsum sviðum lífsins eftir að hafa stundað eitt æðsta form af hreyfingu sem völ er á. Nú þegar nýtt ár er runnið upp og hversdagsleg rútínan framundan, fara margir að leiða hugann að því hvort það sé ekki kominn tími til þess að fara stunda reglulegri hreyfingu. Við slíkt tilefni er tilvalið að setja niður á blað nokkur vel valin orð um ágæti styrktarþjálfunar og lóðalyftinga. Það er nefnilega fátt í þessu heimi sem mannskepnan getur gert fyrir sjálfa sig sem hefur jafn jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði eins og það að stunda styrktarþjálfun. Enda er því gjarnan fleygt fram að ef það væri til einhver pilla sem hefði jafn víðtæk áhrif á líkamann og styrktarþjálfun þá væri framleiðandi þeirrar pillu ansi loðinn um lófana. Margir þekkja ráðleggingarnar varðandi 30 mínútna lágmarks daglega hreyfingu en það gleymist gjarnan að í ráðleggingum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að fólki er ráðlagt að stunda styrktarþjálfun af miðlungs eða mikilli ákefð a.m.k. tvisvar í viku. Burt séð frá því hvort við séum að tala um unglinga, fullorðna, eldri borgara eða fólk sem glímir við ýmsa króníska sjúkdóma þá græðum við öll á því að rífa í lóðin eða vinna með okkar eigin líkamsþyngd í hvers kyns æfingum. Ávinningur þess að vera kraftmikil/l og með nóg af kjöti á beinunum er nefnilega ansi mikill. Með því getum við m.a. minnkað líkurnar á byltum og beinbrotum, dregur úr áhættu á að greinast með hina ýmsu hjarta- og æða sjúkdómum auk þess að geta dregið úr vitrænni skerðingu. Styrktarþjálfunin getur ekki einungis fjölgað árunum sem við lifum heldur getur hún aukið lífsgæðin þannig að við getum notið betur þeirra ára sem við fáum að lifa. Líkt og einn skjólstæðingur tjáði undirrituðum í endurkomutíma eftir sex mánuði í ræktinni…”Það er allt orðið auðveldara”. Í hinni eilífu umræðu um heilbrigðiskerfið okkar og þær krónur sem kostar að reka það þá getur skipt sköpum að leggja áherslu á það sem er kostnaðarhagkvæmt og gefur okkar mikið fyrir minna. Á öllum peningum eru hins vegar tvær hliðar og því er ekki að neita að það eru margir þarna úti sem fá grænar bólur þegar talið berst að styrktarþjálfun og lóðalyftingum. Tilhugsunin um sterka svitalykt og fáklædda kjötskrokka starandi á sjálfa sig í speglinum í World Class fær fólk stundum til þess að snúa við á staðnum og ganga í burtu. Mörgum finnst þetta líka bara svo leiðinlegt að það hálfa væri nóg. Slíkt ber að sjálfsögðu að virða og er það þá gjarnan hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að aðstoða fólk við að finna það form styrktarþjálfunar sem það hefur ánægju af. Svo er það hins vegar bleiki fíllinn í herberginu sem er stundum dálítið viðkvæmt að tala um. Það er sú staðreynd að það er bara sumir hlutir í lífinu sem eru alveg drepleiðinlegir en jákvæð áhrif þeirra eru svo mikil að þau trompa leiðindin. Mannskepnan er aftur á móti þannig sett saman að mörgum finnst mjög leiðinlegt að stunda einhverja iðju sem þau eru ekki góð í og hætta þess vegna áður en aukinni færni er náð. Það er í eðli okkar að vilja sjá árangur helst í gær og án þess að þurfa leggja of mikið af mörkum. Brekkan í upphafi er oft ansi brött líkt og góður maður fékk að upplifa stuttu eftir að hann byrjaði að spila golf. “Að ég skuli vera eyða öllum þessum tíma og peningum í að vera pirraður er ótrúlegt” tautaði hann en hélt svo áfram leit að kúlunni. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að geta séð stóru myndina. Það er nefnilega svo merkilegt á þeim áratug sem undirritaður hefur starfað í heilbrigðiskerfinu hefur undirritaður aldrei hitt skjólstæðing sem hefur kvartað undan verri líðan eftir að hafa gefið sér tíma til þess að ná tökum á styrktarþjálfuninni. Útkoman er langoftast þveröfug. Það verður svo gott sem allt miklu auðveldara. Með einföldum æfingum og tiltölulega lítilli fyrirhöfn getum m.a. við haldið gamla fólkinu okkar lengur heima (og sparað ríkinu nokkrar krónur í leiðinni), létt lund og líðan hjá þeim fjölda sem glímir við andleg veikindi, minnkað stoðkerfisverki eða bætt frammistöðu okkar í þeim áhugamálum sem við eigum og dregið úr óþarfa skapsveiflum á golfvöllum landsins. Lóðin lengi lifi! Höfundur er sérfræðingur í bæklunarsjúkraþjálfun og sérlegur áhugamaður um lóðalyftingar.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun