„Ég þarf að sjá vegabréfið hans“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:15 Luke Littler fagnar hér sigrinum gegn Matt Campbell. Vísir/Getty Luke Littler hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi 16 ára strákur er kominn í 16-manna úrslit og leikur í kvöld gegn fimmfalda heimsmeistarnum Raymond van Barneveld. „School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25 Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
„School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25
Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01