Ósáttur við skipulag í Bláfjöllum: „Þetta er ekki fólki bjóðandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 23:14 Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð í Bláfjöll í dag. Langar raðir mynduðust í kjölfarið. Vísir Sigurður Ásgeir Ólafsson skíðaiðkandi segir farir sínar ekki sléttar af misheppnaðri Bláfjallaferð sinni í dag. Hann segir skipulagsleysi og troðning sem myndaðist á svæðinu ekki fólki bjóðandi. Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira