Innlent

Einn hand­tekinn vegna á­rásarinnar á að­fanga­dag

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rannsókn á skotárásinni heldur áfram. 
Rannsókn á skotárásinni heldur áfram.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Hvaleyrarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Tilefnið er rannsókn á skotárás sem gerð var í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um sé að ræða tímabilið hálftíu til hálfellefu á aðfangadagskvöld, en í þágu rannsóknarinnar sé verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld þegar tveir menn fóru inn í íbúð í Álfholti og hleyptu af nokkrum skotum, en mikil mildi þykir að enginn slasaðist.

Búi einhver yfir upplýsingum um málið megi koma þeim á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Þá segir að einn hafi verið handtekinn í dag vegna málsins og sé enn í haldi lögreglu. 


Tengdar fréttir

Byssumanna enn leitað eftir árás á aðfangadag

Tveggja manna, sem grunaðir eru um skotárás í heimahúsi í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld, er enn leitað. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×