Vildi breyta til um jólin eftir andlát mömmu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 14:00 Áslaug Arna segir mikilvægt að fólk setji ekki óþarfa pressu á sig um að eiga fullkomin jól. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir fjölskylduna sína hafa viljað breyta til um jólin eftir andlát mömmu hennar. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar var Áslaug Arna í viðtali vikunnar og ræddi á opinskáan hátt um tilfinningar sínar til jólanna. Áslaug missti móður sína, Kristínu Steinarsdóttur, árið 2012 þegar hún var 22 ára gömul. Misjafnlega mikið jólabarn Áslaug segir að hún sé misjafnlega mikið jólabarn. Hún segist þó verða meira og meira jólabarn með árunum. „Sumir kannski hafa það öfugt, eru mjög mikið jólabarn sem börn en síðan minnkar það með árunum, en ég held ég sé að verða meira og meira jólabarn með hverju ári,“ segir Áslaug. Hún segir margt hafa breyst eftir að mamma hennar lést. Mikið skarð hafi verið hoggið í jólahaldið. „Konan sem eldaði matinn og hélt uppi hátíðunum að einhverju leyti er fallin frá og þá þurftum við einhvern veginn að finna það út hvernig við myndum halda jólin saman án hennar og það var kannski þá sem við þorðum að breyta út af vananum, af því að við treystum okkur ekki í að reyna að halda alveg uppteknum hætti.“ Jólin megi vera allskonar „Svo blandast fjölskyldan, pabbi kynnist nýrri konu, þá kemur ný fjölskylda inn og krakkarnir hennar og við höldum núna jólin öll saman. Það hefur verið alveg frábær viðbót við fjölskylduna,“ segir Áslaug. „Auðvitað var hún í fyrstu svolítið óvænt en síðan þá hefur fjölskyldan blandast ótrúlega vel saman og mér hefur þótt mjög vænt um þau jól sem við höfum skapað okkur saman núna.“ Áslaug segir að sér finnist stundum fullmikil krafa um að jólin eigi alltaf að vera eins og að það eigi alltaf að vera gaman. „Og allt frábært við þau og einhvern veginn og allt að ganga svo smurt og vera svo fallegt og allir svo hressir.“ Hún segist hafa reynt að létta af þeirri pressu á sig og sína fjölskyldu í gegnum tíðina. Áslaug segir að sér finnist mikilvægt að viðurkennt sé að jólin megi vera fjölbreytt og að fólk megi upplifa sínar tilfinningar. „Þetta er bara tími, manni má líða allskonar, það er allskonar sem hefur komið upp hjá mörgum, í kringum jólin, margir tengja jólin við einhverja erfiðleika. Aðrir hafa bara átt gleðileg jól og bara gaman og það er bara frábært líka,“ segir Áslaug. „En svona að við setjum kannski ekki óþarfa pressu á okkur gagnvart því að jólin þurfi öll að vera einhvern veginn upp á tíu.“ Enn í sorg fyrstu jólin Áslaug segir fyrstu jólin eftir andlát móður sinnar hafa einkennst af sorg. Hún hafi verið jörðuð stuttu fyrir jól, einungis einum mánuði fyrir. „Þannig að það var einhvern veginn ennþá allt í sorginni. En vinir hjálpuðu mikið til. Vinur pabba hjálpaði til með matinn, svona að þetta gæti verið í nokkuð hefðbundnum skorðum, vinkona mömmu gerði jólaísinn eins og við höfðum alltaf borðað hann.“ Fjölskyldan hafi reynt að halda jólin eins og hægt hafi verið þau jól. Þau hafi síðan næstu jól prófað að breyta alveg til og farið út til Tenerife af því að þau hafi ekki langað í hefðbundin jól það árið. „Eftir það svona púsluðum við þessu bara allskonar saman. Ég held að það sé alveg algengt að fólk vilji breyta aðeins til eftir svona áfall af því að jólin verða aldrei söm. Þau verða aldrei alveg eins.“ Jól Bítið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar var Áslaug Arna í viðtali vikunnar og ræddi á opinskáan hátt um tilfinningar sínar til jólanna. Áslaug missti móður sína, Kristínu Steinarsdóttur, árið 2012 þegar hún var 22 ára gömul. Misjafnlega mikið jólabarn Áslaug segir að hún sé misjafnlega mikið jólabarn. Hún segist þó verða meira og meira jólabarn með árunum. „Sumir kannski hafa það öfugt, eru mjög mikið jólabarn sem börn en síðan minnkar það með árunum, en ég held ég sé að verða meira og meira jólabarn með hverju ári,“ segir Áslaug. Hún segir margt hafa breyst eftir að mamma hennar lést. Mikið skarð hafi verið hoggið í jólahaldið. „Konan sem eldaði matinn og hélt uppi hátíðunum að einhverju leyti er fallin frá og þá þurftum við einhvern veginn að finna það út hvernig við myndum halda jólin saman án hennar og það var kannski þá sem við þorðum að breyta út af vananum, af því að við treystum okkur ekki í að reyna að halda alveg uppteknum hætti.“ Jólin megi vera allskonar „Svo blandast fjölskyldan, pabbi kynnist nýrri konu, þá kemur ný fjölskylda inn og krakkarnir hennar og við höldum núna jólin öll saman. Það hefur verið alveg frábær viðbót við fjölskylduna,“ segir Áslaug. „Auðvitað var hún í fyrstu svolítið óvænt en síðan þá hefur fjölskyldan blandast ótrúlega vel saman og mér hefur þótt mjög vænt um þau jól sem við höfum skapað okkur saman núna.“ Áslaug segir að sér finnist stundum fullmikil krafa um að jólin eigi alltaf að vera eins og að það eigi alltaf að vera gaman. „Og allt frábært við þau og einhvern veginn og allt að ganga svo smurt og vera svo fallegt og allir svo hressir.“ Hún segist hafa reynt að létta af þeirri pressu á sig og sína fjölskyldu í gegnum tíðina. Áslaug segir að sér finnist mikilvægt að viðurkennt sé að jólin megi vera fjölbreytt og að fólk megi upplifa sínar tilfinningar. „Þetta er bara tími, manni má líða allskonar, það er allskonar sem hefur komið upp hjá mörgum, í kringum jólin, margir tengja jólin við einhverja erfiðleika. Aðrir hafa bara átt gleðileg jól og bara gaman og það er bara frábært líka,“ segir Áslaug. „En svona að við setjum kannski ekki óþarfa pressu á okkur gagnvart því að jólin þurfi öll að vera einhvern veginn upp á tíu.“ Enn í sorg fyrstu jólin Áslaug segir fyrstu jólin eftir andlát móður sinnar hafa einkennst af sorg. Hún hafi verið jörðuð stuttu fyrir jól, einungis einum mánuði fyrir. „Þannig að það var einhvern veginn ennþá allt í sorginni. En vinir hjálpuðu mikið til. Vinur pabba hjálpaði til með matinn, svona að þetta gæti verið í nokkuð hefðbundnum skorðum, vinkona mömmu gerði jólaísinn eins og við höfðum alltaf borðað hann.“ Fjölskyldan hafi reynt að halda jólin eins og hægt hafi verið þau jól. Þau hafi síðan næstu jól prófað að breyta alveg til og farið út til Tenerife af því að þau hafi ekki langað í hefðbundin jól það árið. „Eftir það svona púsluðum við þessu bara allskonar saman. Ég held að það sé alveg algengt að fólk vilji breyta aðeins til eftir svona áfall af því að jólin verða aldrei söm. Þau verða aldrei alveg eins.“
Jól Bítið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira