Bergkamp á tvö af tíu bestu mörkum allra tíma: Maradona og Messi efstir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 12:00 Dennis Bergkamp fagnar hér einu af mörkum sínum með Arsenal. Getty/Mark Leech Breska GQ blaðið hefur valið tuttugu bestu fótboltamörk allra tíma með hjálp frá fótboltasérfræðingum. Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sjá meira
Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sjá meira