Innlent

Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir

Árni Sæberg skrifar
Edda Björk Arnardóttir hefur verið afhent yfirvöldum í Noregi og tveir sona hennar eru sagðir fundnir.
Edda Björk Arnardóttir hefur verið afhent yfirvöldum í Noregi og tveir sona hennar eru sagðir fundnir.

Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað.

Þetta herma heimildir mbl.is. Um þessar mundir fara fram réttarhöld yfir Eddu Björk í Noregi, Ákæruvaldið ytra krefst þess að hún verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi.

Í frétt mbl segir að óein­kennisklædd­ir lög­reglu­menn hafi stöðvað bifreið systur Eddu Bjarkar eftir að hún og synirnir tveir yfirgáfu kaffihús í Garðabæ um klukkan 10 í morgun. 

Ekki hefur náðst í Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmann Eddu Bjarkar í forsjármálinu hérlendis, við vinnslu fréttarinnar en hún er í haldi lögreglu. 

Leifur Runólfsson, lögmaður föðurins á Íslandi, vildi ekki tjá sig um málið.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fór fram fyrirtaka í aðfararmálinu í héraðsdómi í morgun. 


Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×