„Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2023 20:01 Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. Það var þungt fyrir Grindvíkinga þegar fregnir af eldgosinu bárust á mánudagskvöld. Þá voru liðnar tæpar sex vikur síðan bæjarbúar gistu síðast heima hjá sér og einhverjir byrjaðir að láta sig dreyma um að komast heim fyrir jól. Grindvíkingurinn Eggert Sólberg og hans fjölskylda biðu í ofvæni eftir frekari upplýsingum eftir fyrstu fréttir af gosinu. Þau voru nýkomin á sinn þriðja dvalarstað síðan bærinn var rýmdur. „Þetta var hræðsla. Það er hægt að lýsa þessu þannig að maður var dofinn. Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega. Gærdagurinn var mjög erfiður, það blandaðist líka inn í þetta þreyta. Við vöktum lengi til þess að fylgjast með gosinu og reyna að afla okkur upplýsinga. Ég held það eigi við um flesta Grindvíkinga, það var lítið sofið nóttina sem gaus,“ segir Eggert. Hann segir það vera erfitt fyrir Grindvíkinga að vita ekkert hvenær þeir geta snúið aftur heim. „Einhverjir finna fyrir létti að nú sé komið gos sem ógnar alla vega ekki bænum strax. En aðrir eru verulega vonsviknir. Auðvitað erum við öll vonsvikin, við höfðum væntingar um að geta verið meira heima hjá okkur um hátíðarnar,“ segir Eggert. „Þetta er bara drulluerfitt. Við sem betur fer búum í mjög samheldnu samfélagi og það hefur fleytt okkur mjög langt.“ Sérð þú fyrir þér að geta flutt aftur til Grindavíkur eftir þetta allt saman? „Já. Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim,“ segir Eggert. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08 Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22 Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Það var þungt fyrir Grindvíkinga þegar fregnir af eldgosinu bárust á mánudagskvöld. Þá voru liðnar tæpar sex vikur síðan bæjarbúar gistu síðast heima hjá sér og einhverjir byrjaðir að láta sig dreyma um að komast heim fyrir jól. Grindvíkingurinn Eggert Sólberg og hans fjölskylda biðu í ofvæni eftir frekari upplýsingum eftir fyrstu fréttir af gosinu. Þau voru nýkomin á sinn þriðja dvalarstað síðan bærinn var rýmdur. „Þetta var hræðsla. Það er hægt að lýsa þessu þannig að maður var dofinn. Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega. Gærdagurinn var mjög erfiður, það blandaðist líka inn í þetta þreyta. Við vöktum lengi til þess að fylgjast með gosinu og reyna að afla okkur upplýsinga. Ég held það eigi við um flesta Grindvíkinga, það var lítið sofið nóttina sem gaus,“ segir Eggert. Hann segir það vera erfitt fyrir Grindvíkinga að vita ekkert hvenær þeir geta snúið aftur heim. „Einhverjir finna fyrir létti að nú sé komið gos sem ógnar alla vega ekki bænum strax. En aðrir eru verulega vonsviknir. Auðvitað erum við öll vonsvikin, við höfðum væntingar um að geta verið meira heima hjá okkur um hátíðarnar,“ segir Eggert. „Þetta er bara drulluerfitt. Við sem betur fer búum í mjög samheldnu samfélagi og það hefur fleytt okkur mjög langt.“ Sérð þú fyrir þér að geta flutt aftur til Grindavíkur eftir þetta allt saman? „Já. Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim,“ segir Eggert.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08 Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22 Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08
Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22
Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43