Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 5,8 milljarðar Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2023 15:54 Ragnar Þór segir rekstrarkostnað við lífeyrissjóðina vera stjarnfræðilegan. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vekur athygli á miklum kostnaði við rekstur lífeyrissjóða landsins. Þetta gerir Ragnar Þór í Facebook-færslu, þar sem hann spyr: Hvers eigum við að gjalda? Síðan tekur Ragnar Þór til við að rekja stöðuna eins og hún horfir við honum en árið 2022 töpuðu lífeyrissjóðirnir að hans sögn um 845 milljörðum. „Rekstrarkostnaður fimm stærstu sjóðanna var 20,8 milljarðar. Þar af voru fjárfestingargjöld 15 milljarðar (þrátt fyrir gríðarlegt tap) og skrifstofu og stjórnunarkostnaður 5,8 milljarðar,“ segir Ragnar Þór. Og hann er ekki hættur: „Launagreiðslur til framkvæmdastjóra fimm stærstu sjóðanna námu 167 milljónum á árinu 2022 eða að meðaltali 33,4 milljónir á hvern.“ Ragnar Þór segir að þetta séu aðeins 5 af 21 lífeyrissjóði. Viðbúið sé að mikið tap verði á árinu 2023 og ljóst að margir sjóðir muni skerða réttindi lífeyrisþega. Þá segir hann eignir lífeyrissjóðanna hafa minnkað um 763 milljarða að raunvirði 2022 frá 2021 samkvæmt tölum Seðlabankans og Landsamtaka lífeyrissjóða. „Mismunur á iðgjöldum í samtryggingardeildir (289,4 milljarðar, séreignasparnaður dregin frá) og útgreiðslum samtryggingardeilda (207,3 milljarðar) var 82,1 milljarður sem bætist við virðisrýrnun eigna á milli ára.“ Ragnar Þór segir að þessu samanlögðu megi álykta sem svo að tap lífeyrissjóðanna á síðasta ári hafi verið 845 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þetta gerir Ragnar Þór í Facebook-færslu, þar sem hann spyr: Hvers eigum við að gjalda? Síðan tekur Ragnar Þór til við að rekja stöðuna eins og hún horfir við honum en árið 2022 töpuðu lífeyrissjóðirnir að hans sögn um 845 milljörðum. „Rekstrarkostnaður fimm stærstu sjóðanna var 20,8 milljarðar. Þar af voru fjárfestingargjöld 15 milljarðar (þrátt fyrir gríðarlegt tap) og skrifstofu og stjórnunarkostnaður 5,8 milljarðar,“ segir Ragnar Þór. Og hann er ekki hættur: „Launagreiðslur til framkvæmdastjóra fimm stærstu sjóðanna námu 167 milljónum á árinu 2022 eða að meðaltali 33,4 milljónir á hvern.“ Ragnar Þór segir að þetta séu aðeins 5 af 21 lífeyrissjóði. Viðbúið sé að mikið tap verði á árinu 2023 og ljóst að margir sjóðir muni skerða réttindi lífeyrisþega. Þá segir hann eignir lífeyrissjóðanna hafa minnkað um 763 milljarða að raunvirði 2022 frá 2021 samkvæmt tölum Seðlabankans og Landsamtaka lífeyrissjóða. „Mismunur á iðgjöldum í samtryggingardeildir (289,4 milljarðar, séreignasparnaður dregin frá) og útgreiðslum samtryggingardeilda (207,3 milljarðar) var 82,1 milljarður sem bætist við virðisrýrnun eigna á milli ára.“ Ragnar Þór segir að þessu samanlögðu megi álykta sem svo að tap lífeyrissjóðanna á síðasta ári hafi verið 845 milljarðar króna.
Lífeyrissjóðir Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira