Bíður eftir barni og missir af EM: „Auðveld ákvörðun en ógeðslega erfið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 17:29 Elvar segir fátt jafnast á við það að vera með íslenska landsliðinu á stórmóti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, bíður spenntur eftir því að eignast sína fyrstu dóttur í janúar. Af þeim sökum getur hann ekki spilað með Íslandi á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar. Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira