Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 13:56 Borgin telur málið fordæmisgefandi en Hæstiréttur fellst ekki á það. Reykjavíkurborg Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur. Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur.
Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira