Innlent

Lá föst undir rútu á Kefla­víkur­flug­velli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gærmorgun.
Frá vettvangi í gærmorgun.

Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að ferðamaðurinn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan á Landspítalann. Um er að ræða erlenda konu sem er hér á landi í ferðalagi. Úlfar segist gera ráð fyrir því að mörg vitni hafi orðið að slysinu. 

Konan hafi legið föst undir rútunni um tíma. Slysið varð á því svæði þar sem gengið er inn í flugstöðina til brottfarar. Hann segir málið í eðlilegum farvegi hjá lögreglunni og ágætlega hafi verið náð utan um málið.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Isavia, segir í samtali við fréttastofu að Isavia muni ekki tjá sig um málið á meðan það er til rannsóknar.

Fréttin var uppfærð klukkan 10:55.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×