Náðist ekki að láta vita af Grindvíkingum í eitt skipti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 06:17 Frá sumarbústaðahverfi í Grímsnesi. Vísir/Vilhelm Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Perlu Ösp Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar til Vísis. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það gerst í eitt skiptið að fjölskylda sem hafði bústað á leigu mætti í sumarbústað þegar hún komst að því að bústaðurinn var þegar á útleigu. Félagsfólk sýnt mikinn skilning „Þann 11. nóvember sl. barst stéttarfélögum, fyrir milligöngu ASÍ, beiðni frá stjórnvöldum að losa orlofshús fyrir Grindvíkinga í kjölfar rýmingar Grindavíkur. Stjórn Eflingar samþykkti að leggja tímabundið til 25 af 73 orlofseignum Eflingar sem neyðarúrræði fyrir Grindvíkinga fram yfir hátíðarnar,“ segir í svörum Eflingar til fréttastofu. Eins og alkunna er er enn óvissuástand í Grindavík og bærinn rýmdur. 1200 heimili mannlaus og 3800 Grindvíkingar dveljast annars staðar en heima hjá sér. „Starfsfólk Eflingar kappkostaði við að hafa samband við allt félagsfólk sem hafði leigt umrædd 25 orlofshús á þessu tímabili til að upplýsa um afbókun og endurgreiðslu. Birtar hafa verið fréttir á vef Eflingar og haft samband með síma eða tölvupósti.“ Félagsfólk Eflingar hafi sýnt beiðninni mikinn skilning og Grindvíkingum samhug vegna þeirri erfiðu aðstæðna sem nú er uppi í húsnæðismálum. „Í heildina voru þetta rúmlega 280 niðurfellingar og endurgreiðslur sem framkvæmdar voru á mjög skömmum tíma. Greiðlega hefur gengið að ná í félagsfólk og endurgreiða til þessa að undanskildu einu atviki.“ Perla segir að úthlutanir sumarhúsanna hafi verið á vegum Rauða krossins. Þá hafi framkvæmdasýsla ríkisins verið tengiliður stéttarfélaga í verkefninu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Perlu Ösp Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar til Vísis. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það gerst í eitt skiptið að fjölskylda sem hafði bústað á leigu mætti í sumarbústað þegar hún komst að því að bústaðurinn var þegar á útleigu. Félagsfólk sýnt mikinn skilning „Þann 11. nóvember sl. barst stéttarfélögum, fyrir milligöngu ASÍ, beiðni frá stjórnvöldum að losa orlofshús fyrir Grindvíkinga í kjölfar rýmingar Grindavíkur. Stjórn Eflingar samþykkti að leggja tímabundið til 25 af 73 orlofseignum Eflingar sem neyðarúrræði fyrir Grindvíkinga fram yfir hátíðarnar,“ segir í svörum Eflingar til fréttastofu. Eins og alkunna er er enn óvissuástand í Grindavík og bærinn rýmdur. 1200 heimili mannlaus og 3800 Grindvíkingar dveljast annars staðar en heima hjá sér. „Starfsfólk Eflingar kappkostaði við að hafa samband við allt félagsfólk sem hafði leigt umrædd 25 orlofshús á þessu tímabili til að upplýsa um afbókun og endurgreiðslu. Birtar hafa verið fréttir á vef Eflingar og haft samband með síma eða tölvupósti.“ Félagsfólk Eflingar hafi sýnt beiðninni mikinn skilning og Grindvíkingum samhug vegna þeirri erfiðu aðstæðna sem nú er uppi í húsnæðismálum. „Í heildina voru þetta rúmlega 280 niðurfellingar og endurgreiðslur sem framkvæmdar voru á mjög skömmum tíma. Greiðlega hefur gengið að ná í félagsfólk og endurgreiða til þessa að undanskildu einu atviki.“ Perla segir að úthlutanir sumarhúsanna hafi verið á vegum Rauða krossins. Þá hafi framkvæmdasýsla ríkisins verið tengiliður stéttarfélaga í verkefninu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira