Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:20 Einbeittur í keppninni. Mynd/Ómar Vilhelmsson Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. Undanúrslit fóru fram í gær þar sem fimmtán af 67 keppendum komust áfram. „Við vorum mjög vongóð. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel en það var mikil gleði í gær þegar hann komst áfram,“ segir Teitur R. Schiöth, forseti barþjónaklúbbs Íslands í samtali við fréttastofu. Í dag tók svo við þríþraut sem byrjaði á þekkingarprófi og bragð- og lyktarpróf í morgun. Síðdegis í dag keppir hann svo hraðaprófi þar sem hann hefur sjö mínútur til að framreiða fimm kokteila. Grétar fagnaði því að komast áfram í gær. Með Mynd/Ómar Vilhelmsson „Það er í raun alveg nægur tími en það sem gerir það erfitt er að hann þarf að útskýra kokteilana á meðan hann býr þá til,“ segir Teitur. Prófið fer þannig fram að hann dregur fimm spjöld af hundrað mögulegum. „Hann er búinn að leggja á minnið um hundrað kokteila. Við erum bara núna að hjálpa honum að undirbúa sig. Með því að spyrja hann út úr. Við vorum búin að útbúa spjöld með öllum mögulegum kokteilum og innihaldi þeirra,“ segir Teitur. Sautján manna sendinefnd er í Róm. Teitur er fyrir miðju með fánann. Mynd/Ómar Vilhelmsson Keppninni lýkur á morgun með lokaúrslitunum en þeir þrír efstu sem keppa þar keppa í svokallaðri „mystery basket“ þar sem þeir fá körfu með ómerku innihaldi og eiga að búa til kokteil úr því á einum klukkutíma. Sá sem blandar besta kokteilinn vinnur heimsmeistaratitilinn. „Það getur verið hvað sem er í körfunni frá helstu samstarfsaðilum keppninnar. Það geta verið síróp, ávextir, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Teitur. Hann segir velgengni í þessum flokki oft fylgja reynslu. „Þú ert kannski að vinna á barnum og það kemur fólk sem vill eitthvað sérstakt. Góður barþjónn á að geta búið eitthvað til úr því sem er fyrir framan hann. Eitthvað nýtt og þessi keppni testar það,“ segir Teitur. Það er gott að ganga vel. Mynd/Ómar Vilhelmsson Alls er sautján manna sendinefnd frá Íslandi í Róm á meðan keppninni stendur. Grétar er eins og fyrr segir fulltrúi Íslands í keppninni sem Íslandsmeistari í greininni. Hann hefur unnið í „bransanum“ frá 2005 og er bæði með menntun sem kokkur og þjónn. Grétar skráði sig til keppni með kokteilinn sinn Candied Lemonade. Candied Lemonade inniheldur: Luxardo Limoncello Grand marnier Ferskan sítrónusafa Heimagert síróp úr Xanté Alls er keppt í sex flokkum í keppninni en sá flokkur sem Grétar keppir í er After dinner coctails eða Kokteilar eftir kvöldmat. Aðrir flokkar eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails og Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir) Framsetning skiptir miklu máli í keppninni. Á myndinni er kokteill Grétars, Candied Lemonade. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hér að neðan má sjá skreytingu tilbúna á glasi. Grétar leikur sér með blóm í framsetningu. Hann fær fimmtán mínútur til að gera skreytingu og geymir hana svo á einu glasinu. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hægt verður að fylgjast með keppninni á eftir á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram. Keppnin á að byrja klukkan 15 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bartender's Club of Iceland (@bartendericeland) Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Undanúrslit fóru fram í gær þar sem fimmtán af 67 keppendum komust áfram. „Við vorum mjög vongóð. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel en það var mikil gleði í gær þegar hann komst áfram,“ segir Teitur R. Schiöth, forseti barþjónaklúbbs Íslands í samtali við fréttastofu. Í dag tók svo við þríþraut sem byrjaði á þekkingarprófi og bragð- og lyktarpróf í morgun. Síðdegis í dag keppir hann svo hraðaprófi þar sem hann hefur sjö mínútur til að framreiða fimm kokteila. Grétar fagnaði því að komast áfram í gær. Með Mynd/Ómar Vilhelmsson „Það er í raun alveg nægur tími en það sem gerir það erfitt er að hann þarf að útskýra kokteilana á meðan hann býr þá til,“ segir Teitur. Prófið fer þannig fram að hann dregur fimm spjöld af hundrað mögulegum. „Hann er búinn að leggja á minnið um hundrað kokteila. Við erum bara núna að hjálpa honum að undirbúa sig. Með því að spyrja hann út úr. Við vorum búin að útbúa spjöld með öllum mögulegum kokteilum og innihaldi þeirra,“ segir Teitur. Sautján manna sendinefnd er í Róm. Teitur er fyrir miðju með fánann. Mynd/Ómar Vilhelmsson Keppninni lýkur á morgun með lokaúrslitunum en þeir þrír efstu sem keppa þar keppa í svokallaðri „mystery basket“ þar sem þeir fá körfu með ómerku innihaldi og eiga að búa til kokteil úr því á einum klukkutíma. Sá sem blandar besta kokteilinn vinnur heimsmeistaratitilinn. „Það getur verið hvað sem er í körfunni frá helstu samstarfsaðilum keppninnar. Það geta verið síróp, ávextir, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Teitur. Hann segir velgengni í þessum flokki oft fylgja reynslu. „Þú ert kannski að vinna á barnum og það kemur fólk sem vill eitthvað sérstakt. Góður barþjónn á að geta búið eitthvað til úr því sem er fyrir framan hann. Eitthvað nýtt og þessi keppni testar það,“ segir Teitur. Það er gott að ganga vel. Mynd/Ómar Vilhelmsson Alls er sautján manna sendinefnd frá Íslandi í Róm á meðan keppninni stendur. Grétar er eins og fyrr segir fulltrúi Íslands í keppninni sem Íslandsmeistari í greininni. Hann hefur unnið í „bransanum“ frá 2005 og er bæði með menntun sem kokkur og þjónn. Grétar skráði sig til keppni með kokteilinn sinn Candied Lemonade. Candied Lemonade inniheldur: Luxardo Limoncello Grand marnier Ferskan sítrónusafa Heimagert síróp úr Xanté Alls er keppt í sex flokkum í keppninni en sá flokkur sem Grétar keppir í er After dinner coctails eða Kokteilar eftir kvöldmat. Aðrir flokkar eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails og Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir) Framsetning skiptir miklu máli í keppninni. Á myndinni er kokteill Grétars, Candied Lemonade. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hér að neðan má sjá skreytingu tilbúna á glasi. Grétar leikur sér með blóm í framsetningu. Hann fær fimmtán mínútur til að gera skreytingu og geymir hana svo á einu glasinu. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hægt verður að fylgjast með keppninni á eftir á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram. Keppnin á að byrja klukkan 15 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bartender's Club of Iceland (@bartendericeland)
Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira