Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni Ásdís Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 12:00 Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Þetta verða rafmagnsvagnar og að hámarki 29 tonn að þyngd, með þrepalausu aðgengi, sem þýðir að fólk þarf ekki að stíga upp í þá, eins og er í dag. Þannig verða vagnarnir aðgengilegir fyrir alla, þar með talið fólk sem notar hjólastóla og fólk með barnavagna. Borgarlínan snýst um að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta og stórbæta þjónustu við íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan mun tengja betur saman höfuðborgarsvæðið með meiri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti. Lykilatriði er að Borgarlínuvagnarnir munu að mestu aka í sérrými en þannig komast þeir á milli staða á annatíma, sama hvernig umferðin er á öðrum akreinum. Auk þess fá vagnarnir forgang á gatnamótum. Þetta tvennt, sérrými og forgangur, tryggir styttri ferðatíma og áreiðanleika. Ætlunin er að vagnarnir aki oft á klukkutíma og ferðirnar verði áreiðanlegar, en á háannatíma verða þær á 7-10 mínútna fresti svo það verður aldrei langt í næsta vagn. Ef fleiri þurfa pláss í Borgarlínuvagni á háannatíma verður hægt að bæta við fleiri vögnum til að anna eftirspurn. Það verður enginn skilinn eftir. En hvað er að gerast í Borgarlínuverkefninu? Hönnun Borgarlínunnar er í fullum gangi. Verkefnið felur meðal annars í sér að endurhanna göturými á höfuðborgarsvæðinu til að koma fyrir sérrými fyrir Borgarlínuvagna, ásamt Borgarlínustöðvum. Í verkefninu felst einnig að hanna göngu- og hjólastíga svo að til verði heildstætt kerfi sem stuðlar að því að fólk geti ferðast til og frá Borgarlínustöðvum með því sem kallað er virkum ferðamáta. Virkur ferðamáti er til dæmis að ganga eða hjóla. Með því að skoða þetta allt í samhengi og búa til öruggt og þægilegt kerfi er hægt að styðja við breyttar ferðavenjur hjá fjölda fólks sem hefur áhuga á að nýta sér góðar almenningssamgöngur í bland við virka ferðamáta. Höfundur er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Þetta verða rafmagnsvagnar og að hámarki 29 tonn að þyngd, með þrepalausu aðgengi, sem þýðir að fólk þarf ekki að stíga upp í þá, eins og er í dag. Þannig verða vagnarnir aðgengilegir fyrir alla, þar með talið fólk sem notar hjólastóla og fólk með barnavagna. Borgarlínan snýst um að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta og stórbæta þjónustu við íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan mun tengja betur saman höfuðborgarsvæðið með meiri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti. Lykilatriði er að Borgarlínuvagnarnir munu að mestu aka í sérrými en þannig komast þeir á milli staða á annatíma, sama hvernig umferðin er á öðrum akreinum. Auk þess fá vagnarnir forgang á gatnamótum. Þetta tvennt, sérrými og forgangur, tryggir styttri ferðatíma og áreiðanleika. Ætlunin er að vagnarnir aki oft á klukkutíma og ferðirnar verði áreiðanlegar, en á háannatíma verða þær á 7-10 mínútna fresti svo það verður aldrei langt í næsta vagn. Ef fleiri þurfa pláss í Borgarlínuvagni á háannatíma verður hægt að bæta við fleiri vögnum til að anna eftirspurn. Það verður enginn skilinn eftir. En hvað er að gerast í Borgarlínuverkefninu? Hönnun Borgarlínunnar er í fullum gangi. Verkefnið felur meðal annars í sér að endurhanna göturými á höfuðborgarsvæðinu til að koma fyrir sérrými fyrir Borgarlínuvagna, ásamt Borgarlínustöðvum. Í verkefninu felst einnig að hanna göngu- og hjólastíga svo að til verði heildstætt kerfi sem stuðlar að því að fólk geti ferðast til og frá Borgarlínustöðvum með því sem kallað er virkum ferðamáta. Virkur ferðamáti er til dæmis að ganga eða hjóla. Með því að skoða þetta allt í samhengi og búa til öruggt og þægilegt kerfi er hægt að styðja við breyttar ferðavenjur hjá fjölda fólks sem hefur áhuga á að nýta sér góðar almenningssamgöngur í bland við virka ferðamáta. Höfundur er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun