Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:16 Á myndinni eru Hörður Guðbrandsson, formaður VLFGRV til vinstri og Einar Hannes Harðarson formaður SVG til hægri. Samsett Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóðina bjóða Grindvíkingum verri kjör en bankar og íbúðalánasjóður. Vegna þess ætla þeir að hvetja til og mótmæla við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins „á meðan þeir ganga ekki í takti við fólkið sem greiðir í sjóðina“. Í sameiginlegri tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að lífeyrissjóðirnir hafi boðið upp á frystingu lána sem sé úrræði sem éti upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur. Þeir segja stjórnendur fela sig bak við lagaumhverfi og að atvinnurekendur, sem sumir sitji í stjórnum þessara sjóða, berjist gegn því að sjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir. „Svo virðist sem um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins – lán þar sem ekkert er hægt að gefa eftir. Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það fólk sem hafi tekið slík lán hjá lífeyrissjóðunum sé reitt og viti ekki hvernig það eigi að leysa úr stöðunni. „Í enn eitt skiptið sýna lífeyrissjóðirnir okkur, með háttalagi sínu, að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda. Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir í bréfinu. Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05 Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58 Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóðina bjóða Grindvíkingum verri kjör en bankar og íbúðalánasjóður. Vegna þess ætla þeir að hvetja til og mótmæla við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins „á meðan þeir ganga ekki í takti við fólkið sem greiðir í sjóðina“. Í sameiginlegri tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að lífeyrissjóðirnir hafi boðið upp á frystingu lána sem sé úrræði sem éti upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur. Þeir segja stjórnendur fela sig bak við lagaumhverfi og að atvinnurekendur, sem sumir sitji í stjórnum þessara sjóða, berjist gegn því að sjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir. „Svo virðist sem um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins – lán þar sem ekkert er hægt að gefa eftir. Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það fólk sem hafi tekið slík lán hjá lífeyrissjóðunum sé reitt og viti ekki hvernig það eigi að leysa úr stöðunni. „Í enn eitt skiptið sýna lífeyrissjóðirnir okkur, með háttalagi sínu, að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda. Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir í bréfinu.
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05 Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58 Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56
Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05
Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58
Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30