„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 14:22 Vilhjálmur skoðar skemmdirnar. Stöð 2/Einar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09
Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42