Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Jón Þór Stefánsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 22. nóvember 2023 20:46 „Auðvitað er þetta enn þá hættusvæði. Við skulum ekkert gera lítið úr því,“ segir Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. Hins vegar segir hún að ef það verði gos væri það líklega á milli Hagafells og Sýlingafells. „Helsta breytingin er sú að það hefur dregið mjög mikið úr jarðskjálftavirkni, þannig að hættan á stórum skjálftum hefur minnkað mjög mikið. Auk þess hefur kvikuflæðið inn ganginn minnkað mjög mikið,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í kvöld var greint frá því að Almannavarnastigi vegna jarðhræringa við Grindavík verði breytt af neyðarstigi og niður á hættustig á morgun. Í því felst meðal annars að Grindvíkingar fá auknar heimildir til að fara í bæinn og sækja eigur sínar. „Auðvitað er þetta enn þá hættusvæði. Við skulum ekkert gera lítið úr því. Því er mikilvægt að taka einn dag í einu og nota tímann vel,“ segir Kristín. Að sögn Kristínar fylgist veðurstofan enn með kvikusöfnun og jarðhræringunum. „Við þurfum að halda áfram að fylgjast vel með því. En akkúrat núna metum við stöðuna þannig að það sé góður tími til að fara til Grindavíkur og gera nauðsynlega hluti þar.“ Aðspurð um hvort að Grindvíkingar megi fara að gera sér vonir um að flytja aftur heim og halda jól þar segir Kristín svo ekki vera. „Ég held að það sé alltof snemmt að segja til um það. Við þurfum að meta hvern dag fyrir sig. Við metum stöðuna akkúrat núna þannig að það séu ekki jafnmiklar líkur á að það verði gos eða meiriháttar hræringar þarna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Hins vegar segir hún að ef það verði gos væri það líklega á milli Hagafells og Sýlingafells. „Helsta breytingin er sú að það hefur dregið mjög mikið úr jarðskjálftavirkni, þannig að hættan á stórum skjálftum hefur minnkað mjög mikið. Auk þess hefur kvikuflæðið inn ganginn minnkað mjög mikið,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í kvöld var greint frá því að Almannavarnastigi vegna jarðhræringa við Grindavík verði breytt af neyðarstigi og niður á hættustig á morgun. Í því felst meðal annars að Grindvíkingar fá auknar heimildir til að fara í bæinn og sækja eigur sínar. „Auðvitað er þetta enn þá hættusvæði. Við skulum ekkert gera lítið úr því. Því er mikilvægt að taka einn dag í einu og nota tímann vel,“ segir Kristín. Að sögn Kristínar fylgist veðurstofan enn með kvikusöfnun og jarðhræringunum. „Við þurfum að halda áfram að fylgjast vel með því. En akkúrat núna metum við stöðuna þannig að það sé góður tími til að fara til Grindavíkur og gera nauðsynlega hluti þar.“ Aðspurð um hvort að Grindvíkingar megi fara að gera sér vonir um að flytja aftur heim og halda jól þar segir Kristín svo ekki vera. „Ég held að það sé alltof snemmt að segja til um það. Við þurfum að meta hvern dag fyrir sig. Við metum stöðuna akkúrat núna þannig að það séu ekki jafnmiklar líkur á að það verði gos eða meiriháttar hræringar þarna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira