Auka framlög vegna átakanna um hundrað milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 15:17 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Ísland mun veita hundrað milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC). Er það vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti hin auknu framlög á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög Íslands vegna átakanna verða því 240 milljónir króna og er þetta í þriðja sinn sem stjórnvöld veita viðbótarframlag til UNRWA. Ísland er í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagt meðal hæstu framlagsríkja, sé mið tekið af höfðatölu. „Mannúðarástandið á Gaza fer enn versnandi og þörfin fyrir aðstoð og nauðþurftir er mikil. Við Íslendingar höldum áfram að leggja okkar af mörkum við þessar aðstæður. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í Palestínu þegar kemur að því að rannsaka alþjóðaglæpi, þar á meðal stríðsglæpi,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í áðurnefndri tilkynningu. Þar segir einnig að UNRWA gegni lykilhlutverki við að koma nauðsynjum eins og mat og vatni inn á Gasastöndina og dreifa þeim til íbúa. Um 830 manns hafa leitað skjóls í skýlum stofnunarinnar, sem áður hýstu skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Talið er að vel yfir ein og hálf milljón af 2,3 milljónum íbúa Gasa hafi þurft að flýja heimil sín vegna átakanna. Sjá einnig: Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Að minnsta kosti 11.400 manns hafa fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Erfitt er að ná samskiptum við íbúa Gasastrandarinnar þar sem öll orkuver eru eldsneytislaus. Ísraelar hafa komið í veg fyrir að birgðir séu fluttar á Gasaströndina fyrir utan lítið magn matvæla og vatns sem flutt er frá Egyptalandi. Hjálparstarfsfólk segir þær birgðir sem hafa verið fluttar til Gasa alls ekki vera í nægjanlegu magni. UNRWA flutti þó í dag nauðsynjar til Gasastrandarinnar í dag í eigin bílalest, samkvæmt AP fréttaveitunni. Birgðunum verður þó ekki dreift að svo stöddu vegna skorts á eldsneyti. Samskiptaleysið hefur einnig gert hjálparstörf erfið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti hin auknu framlög á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög Íslands vegna átakanna verða því 240 milljónir króna og er þetta í þriðja sinn sem stjórnvöld veita viðbótarframlag til UNRWA. Ísland er í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagt meðal hæstu framlagsríkja, sé mið tekið af höfðatölu. „Mannúðarástandið á Gaza fer enn versnandi og þörfin fyrir aðstoð og nauðþurftir er mikil. Við Íslendingar höldum áfram að leggja okkar af mörkum við þessar aðstæður. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í Palestínu þegar kemur að því að rannsaka alþjóðaglæpi, þar á meðal stríðsglæpi,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í áðurnefndri tilkynningu. Þar segir einnig að UNRWA gegni lykilhlutverki við að koma nauðsynjum eins og mat og vatni inn á Gasastöndina og dreifa þeim til íbúa. Um 830 manns hafa leitað skjóls í skýlum stofnunarinnar, sem áður hýstu skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Talið er að vel yfir ein og hálf milljón af 2,3 milljónum íbúa Gasa hafi þurft að flýja heimil sín vegna átakanna. Sjá einnig: Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Að minnsta kosti 11.400 manns hafa fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Erfitt er að ná samskiptum við íbúa Gasastrandarinnar þar sem öll orkuver eru eldsneytislaus. Ísraelar hafa komið í veg fyrir að birgðir séu fluttar á Gasaströndina fyrir utan lítið magn matvæla og vatns sem flutt er frá Egyptalandi. Hjálparstarfsfólk segir þær birgðir sem hafa verið fluttar til Gasa alls ekki vera í nægjanlegu magni. UNRWA flutti þó í dag nauðsynjar til Gasastrandarinnar í dag í eigin bílalest, samkvæmt AP fréttaveitunni. Birgðunum verður þó ekki dreift að svo stöddu vegna skorts á eldsneyti. Samskiptaleysið hefur einnig gert hjálparstörf erfið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38
Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22
Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06
Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01