„Ástandið er að breytast úr sorg í reiði“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 14:54 Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur ásamt syni sínum. Fjölskyldan hefst nú við í íbúð í Garðabæ eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sitt. Einar segir hljóðið í Grindvíkingum þungt. Vísir/Ívar Fannar Maður úr Grindavík segir íbúa bæjarins tifandi tímasprengju. Fólki sé að verða ljóst að það sé ekki á leiðinni heim til sín á næstunni og að bankarnir muni ekki koma því til aðstoðar. Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira