Gæti kvikugangur leitað undir Reykjanesbæ? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:44 Kort sem sýnir sprungusveima á Reykjanesskaga. Reykjanessbær er utan sprungusveims Reykjaness en Grindavík innan hans. Enn fremur sést að austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar liggja innan sprungusveims Krýsuvíkur. Grindavík liggur innan sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima. Þetta segir í svari Páls Einarssonar, prófessors emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavef HÍ við spurningunni „Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?“ „Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til staðar fyllir hann sprunguna jafnharðan og hún myndast. Þetta má orða á þann hátt að bergið brotni þegar spennan fer yfir brotmörk bergsins. Vökvinn, í þessu tilfelli kvikan, lækkar brotmörkin og getur þannig leitt til þess að sprunga myndast og stækkar þótt spennan breytist ekki,“ segir í svarinu. Ekkert mæli gegn því kvikugangar geti ferðast lárétt í jarðskorpunni, jafnvel langar vegalengdir. Það ráði bergspennan mestu. Hér á landi ríki lárétt togspenna og allt eins líklegt að kvikugangurinn eigi auðveldara með að mynda lóðrétta sprungu sem breiðist út í lárétta stefnu. Við réttar aðstæður geti slíkur gangur ferðast langar leiðir. Í umbrotunum við Kröflu á árunum 1975 til 1984 náði lengsti gangurinn frá Kröflu og út í Öxarfjörð, um 60 km. Þá myndaðist 48 km gangur í umbrotunum í Holuhrauni árið 2014, sem náði frá Bárðarbungu og til gosstöðvanna. „Kvikugangur skilur eftir sig spor ef hann er nógu stór og nálægt yfirborði. Á yfirborðinu kemur fram sprungukerfi, sprungusveimur, sem endurspeglar legu gangsins og dýpi niður á hann. Beint yfir ganginum myndast venjulega sigdalur. Á Reykjanesskaga koma fram nokkrir slíkir og má með nokkurri vissu nota þá til marks um hvar gangar hafa farið um og hvar ekki. Grindavík liggur innan slíks sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar, eins og sést á kortinu hér fyrir ofan sem fengið er úr grein Páls Einarssonar o. fl. (2017). Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima.“ Svarið í heild má finna á Vísindavef HÍ. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34 Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Þetta segir í svari Páls Einarssonar, prófessors emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavef HÍ við spurningunni „Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?“ „Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til staðar fyllir hann sprunguna jafnharðan og hún myndast. Þetta má orða á þann hátt að bergið brotni þegar spennan fer yfir brotmörk bergsins. Vökvinn, í þessu tilfelli kvikan, lækkar brotmörkin og getur þannig leitt til þess að sprunga myndast og stækkar þótt spennan breytist ekki,“ segir í svarinu. Ekkert mæli gegn því kvikugangar geti ferðast lárétt í jarðskorpunni, jafnvel langar vegalengdir. Það ráði bergspennan mestu. Hér á landi ríki lárétt togspenna og allt eins líklegt að kvikugangurinn eigi auðveldara með að mynda lóðrétta sprungu sem breiðist út í lárétta stefnu. Við réttar aðstæður geti slíkur gangur ferðast langar leiðir. Í umbrotunum við Kröflu á árunum 1975 til 1984 náði lengsti gangurinn frá Kröflu og út í Öxarfjörð, um 60 km. Þá myndaðist 48 km gangur í umbrotunum í Holuhrauni árið 2014, sem náði frá Bárðarbungu og til gosstöðvanna. „Kvikugangur skilur eftir sig spor ef hann er nógu stór og nálægt yfirborði. Á yfirborðinu kemur fram sprungukerfi, sprungusveimur, sem endurspeglar legu gangsins og dýpi niður á hann. Beint yfir ganginum myndast venjulega sigdalur. Á Reykjanesskaga koma fram nokkrir slíkir og má með nokkurri vissu nota þá til marks um hvar gangar hafa farið um og hvar ekki. Grindavík liggur innan slíks sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar, eins og sést á kortinu hér fyrir ofan sem fengið er úr grein Páls Einarssonar o. fl. (2017). Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima.“ Svarið í heild má finna á Vísindavef HÍ.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34 Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03