Beina sjónum sínum helst að miðju gangsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 11:55 Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. Vísir/Vilhelm Smáskjálftavirkni í kvikuganginum við Sundhnúk heldur áfram og GPS gögn sýna að gliðnun heldur áfram. Jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna svipaða og í gær og að þau eigi alveg eins von á gosi í dag, á morgun eða næstu daga. Tæplega þúsund skjálftar hafa riðið yfir í og við kvikuganginn frá miðnætti. Engir stærri skjálftar urðu í nótt, sá stærsti mældist 2,6 laust fyrir fimm en allflestir hafa skjálftarnir verið undir tveimur. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna áfram svipaða. „Við höfum verið að horfa upp á smáskjálftavirkni í kvikuganginum og hún heldur áfram með svipuðum hætti og síðustu daga og við höfum verið að fylgjast með því að gangurinn, hann er að víkka, en það hefur heldur dregið úr þeim færslum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta minnki líkur á gosi, við sáum það eins og fyrir fyrsta gosið í Fagradalsfjalli að það var einmitt þá sem gosið kom og það var hreinlega farið að draga úr þessum færslum og úr skjálftavirkni og þá fengum við gosið þannig að það verður ennþá að teljast líkur á því að það geti gerst.“ Gasmælar sýna enn ekki neinn verulegan styrk á kvikugasi. Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. „Sjónir okkar beinast helst að miðju gangsins. Það virðist vera mestar færslur þar og við teljum líklegast að það gos yrði þar en við getum ekki útilokað að það yrði annars staðar.“ Kristín segir að vísindamenn séu á tánum og fylgist vel með. „og í rauninni má segja að við séum bara í svipaðri stöðu og í gær og í fyrradag. Við erum að fylgjast mjög vel með og eigum alveg eins von á gosi í dag eða á morgun eða næstu daga og erum að fylgjast mjög vel þeim merkjum varðandi það að kvikan sé að færast nær yfirborði,“ segir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Tæplega þúsund skjálftar hafa riðið yfir í og við kvikuganginn frá miðnætti. Engir stærri skjálftar urðu í nótt, sá stærsti mældist 2,6 laust fyrir fimm en allflestir hafa skjálftarnir verið undir tveimur. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna áfram svipaða. „Við höfum verið að horfa upp á smáskjálftavirkni í kvikuganginum og hún heldur áfram með svipuðum hætti og síðustu daga og við höfum verið að fylgjast með því að gangurinn, hann er að víkka, en það hefur heldur dregið úr þeim færslum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta minnki líkur á gosi, við sáum það eins og fyrir fyrsta gosið í Fagradalsfjalli að það var einmitt þá sem gosið kom og það var hreinlega farið að draga úr þessum færslum og úr skjálftavirkni og þá fengum við gosið þannig að það verður ennþá að teljast líkur á því að það geti gerst.“ Gasmælar sýna enn ekki neinn verulegan styrk á kvikugasi. Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. „Sjónir okkar beinast helst að miðju gangsins. Það virðist vera mestar færslur þar og við teljum líklegast að það gos yrði þar en við getum ekki útilokað að það yrði annars staðar.“ Kristín segir að vísindamenn séu á tánum og fylgist vel með. „og í rauninni má segja að við séum bara í svipaðri stöðu og í gær og í fyrradag. Við erum að fylgjast mjög vel með og eigum alveg eins von á gosi í dag eða á morgun eða næstu daga og erum að fylgjast mjög vel þeim merkjum varðandi það að kvikan sé að færast nær yfirborði,“ segir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03
Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05