Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2023 22:00 Jóhannes var staddur í bílaröðinni fyrir utan Grindavík í morgun og var á leið að sækja eigur Verkás sem starfar að mestu í bænum. Vísir/Aðsend/Vilhelm Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. „Mér er mikið niðri fyrir. Mér finnst vera máttleysi í hlutunum. Í Covid þá leigðu yfirvöld heilu og hálfu hótelin fyrir Íslendinga og aðra. Af hverju er ekki farið í svona aðgerðir? Fólk er svo brotið,“ segir Bjarnlaug Dagný Vilbergsdóttir, uppalinn Grindvíkingur sem nú býr í Keflavík, í samtali við Vísi. Bjarnlaug hýsir nú bróður sinn, Jóhannes Guðmund Vilbergsson, eiginkonu hans og þrjú börn þeirra. Jóhannes segist í samtali við Vísi vera ósáttur við aðgerðarleysi stjórnvalda, bæði fyrir og eftir atburði undanfarna daga. Ekki svo einfalt að allir fari heim „Það er ekki það að ég vilji ekki hýsa bróður minn og fjölskylduna hans en það er svo erfitt fyrir þau að vera ekki með sitt næði. Húsið er orðið svo pakkað af öllu sem var rutt út í gær. Ástandið er mjög erfitt. Þetta er ekki svo einfalt að þetta verði lagað og allir fari heim. Sumir geta ekki hugsað sér það,“ segir Bjarnlaug. Hún segir Grindvíkinga hafa miklar áhyggjur af heimilisbókhaldinu og segist sakna þess að sjá yfirvöld bregðast við. Þá segist hún ekki sátt við orð Hjálmars Hallgrímssonar, formanns bæjarráðs Grindavíkur í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í gær. „Það fór alveg með mig að horfa á Silfrið í gærkvöldi. Hvað þetta var mikill englakór sem þar talaði.“ Hvað áttu við? „Bara eins og Hjálmar, að tala um að fólk muni bara flytja til baka og að þetta verði ekkert mál. Þetta er ekki svona einfalt. Sumir vilja ekki fara til baka.“ Bjarnlaug segir það bæði af fjárhagslegum ástæðum, þar sem fólk óttist að það muni sitja eftir með verðlaus hús í bæ sem enginn muni vilja búa í og líka af sálrænum ástæðum. „Eins og enn Grindvíkingur sagði við mig: „Ég fer til baka og tíminn líður, strákarnir mínir verða orðnir nógu gamlir til að vera einir heima um helgi. Er ég að fara að skilja börnin mín eftir?“ Þetta öryggi er ekki til staðar. Þú þarft að skreppa í bæinn og þú verður að skilja börnin eftir. Geturðu það?“ Bjarnlaug segist sakna þess að farið sé að ræða þessa hluti. Lífið eftir atburðina nú. Þá saknar hún þess að Grindvíkingar geti ekki safnast saman á neinum stað. „Mér finnst vanta stað þar sem Grindvíkingar geta komið saman og spurt spurninga. Það þarf að vera söfnunarstaður.“ 95 prósent vinnunnar fer fram í Grindavík Jóhannes Guðmundur Vilbergsson, bróðir Bjarnlaugar, er meðal þeirra sem sækja hafurtask sitt til Grindavíkur í dag. Hann vinnur hjá Verkás og segir 95 prósent vinnu fyrirtækisins fara fram í Grindavík. Hann segir undanfarna daga hafa verið ömurlega. „Þetta er náttúrulega bara ömurlegt frá A til Ö. Ég elska systur mína og allt það og mér finnst hún skemmtileg. Þetta snýst ekkert um það en maður er náttúrulega ekki maður sjálfur, sem er náttúrulega bara eðlilegt á meðan ástandið er svona.“ Skilur ekki hvers vegna ekkert var gert Jóhannes segir óvissuna sem fylgi ástandinu nú vera það versta. Hann segist ekki telja stjórnvöld hafa gert nóg til að bregðast við, hvorki í aðdraganda atburðanna nú né eftir þá. „Málið er náttúrulega það að það er búið að vera að vara við þessu síðan 2020. Þá byrjar þetta ævintýri og okkur hefur verið sagt að þetta verði svona næstu hundruð árin. Og það fór ekkert, ekkert, ég ætla að fullyrða það, ekkert af stað í því sem þurfti að gera,“ segir Jóhannes. „Það var ekki hringtengt fyrir okkur rafmagn. Það var ekki farið að verja neitt. Það er fyrst núna verið að tala um það að það eigi að fara að verja hitaveituna, sem sinnir hvað, þrjátíu þúsund manna byggð? Hvernig stendur á því að allir voru sofandi á verðinum þrátt fyrir aðvörunarorð okkar helstu sérfræðinga?“ Grindvíkinga vanti sálfræðihjálp Jóhannes segir marga Grindvíkinga eiga um sárt að binda. Engum hafi þó verið boðin sálfræðihjálp vegna ástandsins og furðar Jóhannes sig á því. „Margir eru ofboðslega hvekktir yfir þessu og þola illa við í húsunum sínum. Ég þekki fólk sem á bara mjög bágt út af þessu. Það er ekki nokkur leið að fá sálfræðihjálp eða nokkurn skapaðan hlut. Það er engum sem dettur í hug að það þyrfti kannski að hjálpa fólk með þetta.“ Jóhannes tekur fram að honum líði sjálfum ágætlega, miðað við atburði síðustu daga. Margir séu þó ekki í þeirri stöðu og furðar hann sig á því að ekki sé brugðist við því. „Tengdamóðir mín hún lenti nú í því að þurfa að flýja Vestmannaeyjagosið og er svo búin að vera í þessu rugli síðan 2020 og stefnir í það að þurfa að fara héðan líka. Svo er þetta bara orðið. Hvernig heldurðu að hugurinn sé hjá fólki sem á þetta bágt?“ Sumir vilji ekki flytja aftur Jóhannes, líkt og systir hans, furðar sig á jákvæðni Hjálmars Hallgrímssonar, formanns bæjarstjórnar í Silfrinu í gærkvöldi. „Hann er formaður bæjarráðs og að láta þetta út úr sér að allt sé í góðu lagi. Það er bara svo fjarri fjarri því.Þetta forskot sem við fengum 2020. Það hefur ekkert gerst. Það er enginn lobbíismi sem á sér stað, til þess að, ég veit ekki hvað skal segja, kannski finna svæði fyrir okkur? Það hefur ekkert, ekkert verið skoðað.“ Jóhannes segist sjálfur vera grjótharður Grindvíkingur. Hann sé tilbúinn til þess að snúa aftur að þessu loknu. „En fólkið mitt, eins og kærastan mín, það bara kemur ekki til greina. Hún vil ekki sjá það. Hún er skíthrædd.“ Telur húsið sitt verðlaust Jóhannes fór í gær heim til sín að sækja nauðsynjar. Hann segist ekki hafa séð skemmdir á húsinu sínu og er feginn því, eðli málsins samkvæmt. „En ef að húsið verður í lagi og það verður byggilegt í Grindavík, þá verð ég bara að fara þangað. Það kaupir enginn þetta hús. Þetta er náttúrulega bara verðlaus eign. Þó að fjölskyldan mín vilji ekki vera þarna þá getum við ekki farið neitt annað. Það ræðir þetta enginn. Þetta er náttúrulega bara galið. Það er fullt af fólki sem ég veit um sem finnst það ekki koma til greina að fara aftur.“ Jóhannes segir að þó það sé ef til vill og snemmt að ræða slíkt, væri hann til í að Grindvíkingar yrðu spurðir að því hvort þeir séu til í að snúa aftur í bæinn sinn að þessu loknu. „Hver er staðan? Auðvitað er fullsnemmt að spyrja að því, það hefur engin ákvörðun verið tekin, en nú hafa sérfræðingar sagt sitt um Reykjanesið, að þetta verði ástand í nokur hundruð ár. Er þetta eitthvað sem er á vetur setjandi?“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Mér er mikið niðri fyrir. Mér finnst vera máttleysi í hlutunum. Í Covid þá leigðu yfirvöld heilu og hálfu hótelin fyrir Íslendinga og aðra. Af hverju er ekki farið í svona aðgerðir? Fólk er svo brotið,“ segir Bjarnlaug Dagný Vilbergsdóttir, uppalinn Grindvíkingur sem nú býr í Keflavík, í samtali við Vísi. Bjarnlaug hýsir nú bróður sinn, Jóhannes Guðmund Vilbergsson, eiginkonu hans og þrjú börn þeirra. Jóhannes segist í samtali við Vísi vera ósáttur við aðgerðarleysi stjórnvalda, bæði fyrir og eftir atburði undanfarna daga. Ekki svo einfalt að allir fari heim „Það er ekki það að ég vilji ekki hýsa bróður minn og fjölskylduna hans en það er svo erfitt fyrir þau að vera ekki með sitt næði. Húsið er orðið svo pakkað af öllu sem var rutt út í gær. Ástandið er mjög erfitt. Þetta er ekki svo einfalt að þetta verði lagað og allir fari heim. Sumir geta ekki hugsað sér það,“ segir Bjarnlaug. Hún segir Grindvíkinga hafa miklar áhyggjur af heimilisbókhaldinu og segist sakna þess að sjá yfirvöld bregðast við. Þá segist hún ekki sátt við orð Hjálmars Hallgrímssonar, formanns bæjarráðs Grindavíkur í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í gær. „Það fór alveg með mig að horfa á Silfrið í gærkvöldi. Hvað þetta var mikill englakór sem þar talaði.“ Hvað áttu við? „Bara eins og Hjálmar, að tala um að fólk muni bara flytja til baka og að þetta verði ekkert mál. Þetta er ekki svona einfalt. Sumir vilja ekki fara til baka.“ Bjarnlaug segir það bæði af fjárhagslegum ástæðum, þar sem fólk óttist að það muni sitja eftir með verðlaus hús í bæ sem enginn muni vilja búa í og líka af sálrænum ástæðum. „Eins og enn Grindvíkingur sagði við mig: „Ég fer til baka og tíminn líður, strákarnir mínir verða orðnir nógu gamlir til að vera einir heima um helgi. Er ég að fara að skilja börnin mín eftir?“ Þetta öryggi er ekki til staðar. Þú þarft að skreppa í bæinn og þú verður að skilja börnin eftir. Geturðu það?“ Bjarnlaug segist sakna þess að farið sé að ræða þessa hluti. Lífið eftir atburðina nú. Þá saknar hún þess að Grindvíkingar geti ekki safnast saman á neinum stað. „Mér finnst vanta stað þar sem Grindvíkingar geta komið saman og spurt spurninga. Það þarf að vera söfnunarstaður.“ 95 prósent vinnunnar fer fram í Grindavík Jóhannes Guðmundur Vilbergsson, bróðir Bjarnlaugar, er meðal þeirra sem sækja hafurtask sitt til Grindavíkur í dag. Hann vinnur hjá Verkás og segir 95 prósent vinnu fyrirtækisins fara fram í Grindavík. Hann segir undanfarna daga hafa verið ömurlega. „Þetta er náttúrulega bara ömurlegt frá A til Ö. Ég elska systur mína og allt það og mér finnst hún skemmtileg. Þetta snýst ekkert um það en maður er náttúrulega ekki maður sjálfur, sem er náttúrulega bara eðlilegt á meðan ástandið er svona.“ Skilur ekki hvers vegna ekkert var gert Jóhannes segir óvissuna sem fylgi ástandinu nú vera það versta. Hann segist ekki telja stjórnvöld hafa gert nóg til að bregðast við, hvorki í aðdraganda atburðanna nú né eftir þá. „Málið er náttúrulega það að það er búið að vera að vara við þessu síðan 2020. Þá byrjar þetta ævintýri og okkur hefur verið sagt að þetta verði svona næstu hundruð árin. Og það fór ekkert, ekkert, ég ætla að fullyrða það, ekkert af stað í því sem þurfti að gera,“ segir Jóhannes. „Það var ekki hringtengt fyrir okkur rafmagn. Það var ekki farið að verja neitt. Það er fyrst núna verið að tala um það að það eigi að fara að verja hitaveituna, sem sinnir hvað, þrjátíu þúsund manna byggð? Hvernig stendur á því að allir voru sofandi á verðinum þrátt fyrir aðvörunarorð okkar helstu sérfræðinga?“ Grindvíkinga vanti sálfræðihjálp Jóhannes segir marga Grindvíkinga eiga um sárt að binda. Engum hafi þó verið boðin sálfræðihjálp vegna ástandsins og furðar Jóhannes sig á því. „Margir eru ofboðslega hvekktir yfir þessu og þola illa við í húsunum sínum. Ég þekki fólk sem á bara mjög bágt út af þessu. Það er ekki nokkur leið að fá sálfræðihjálp eða nokkurn skapaðan hlut. Það er engum sem dettur í hug að það þyrfti kannski að hjálpa fólk með þetta.“ Jóhannes tekur fram að honum líði sjálfum ágætlega, miðað við atburði síðustu daga. Margir séu þó ekki í þeirri stöðu og furðar hann sig á því að ekki sé brugðist við því. „Tengdamóðir mín hún lenti nú í því að þurfa að flýja Vestmannaeyjagosið og er svo búin að vera í þessu rugli síðan 2020 og stefnir í það að þurfa að fara héðan líka. Svo er þetta bara orðið. Hvernig heldurðu að hugurinn sé hjá fólki sem á þetta bágt?“ Sumir vilji ekki flytja aftur Jóhannes, líkt og systir hans, furðar sig á jákvæðni Hjálmars Hallgrímssonar, formanns bæjarstjórnar í Silfrinu í gærkvöldi. „Hann er formaður bæjarráðs og að láta þetta út úr sér að allt sé í góðu lagi. Það er bara svo fjarri fjarri því.Þetta forskot sem við fengum 2020. Það hefur ekkert gerst. Það er enginn lobbíismi sem á sér stað, til þess að, ég veit ekki hvað skal segja, kannski finna svæði fyrir okkur? Það hefur ekkert, ekkert verið skoðað.“ Jóhannes segist sjálfur vera grjótharður Grindvíkingur. Hann sé tilbúinn til þess að snúa aftur að þessu loknu. „En fólkið mitt, eins og kærastan mín, það bara kemur ekki til greina. Hún vil ekki sjá það. Hún er skíthrædd.“ Telur húsið sitt verðlaust Jóhannes fór í gær heim til sín að sækja nauðsynjar. Hann segist ekki hafa séð skemmdir á húsinu sínu og er feginn því, eðli málsins samkvæmt. „En ef að húsið verður í lagi og það verður byggilegt í Grindavík, þá verð ég bara að fara þangað. Það kaupir enginn þetta hús. Þetta er náttúrulega bara verðlaus eign. Þó að fjölskyldan mín vilji ekki vera þarna þá getum við ekki farið neitt annað. Það ræðir þetta enginn. Þetta er náttúrulega bara galið. Það er fullt af fólki sem ég veit um sem finnst það ekki koma til greina að fara aftur.“ Jóhannes segir að þó það sé ef til vill og snemmt að ræða slíkt, væri hann til í að Grindvíkingar yrðu spurðir að því hvort þeir séu til í að snúa aftur í bæinn sinn að þessu loknu. „Hver er staðan? Auðvitað er fullsnemmt að spyrja að því, það hefur engin ákvörðun verið tekin, en nú hafa sérfræðingar sagt sitt um Reykjanesið, að þetta verði ástand í nokur hundruð ár. Er þetta eitthvað sem er á vetur setjandi?“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira