„Saman erum við náttúruafl“ Íris Hauksdóttir skrifar 14. nóvember 2023 18:00 Stjórn Women Tech Iceland: Paula Gould, Ingibjörg Lilja, Þóra Óskarsdóttir, Randi Stebbins, Valenttina Griffin, Alondra Silva Muñoz og Ólöf Kristjánsdóttir. Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin. Meðal þeirra 260 gesta sem mættu voru Eliza Reid forsetafrú Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem opnaði hátíðina. Sendiherrar og sendifulltrúar allra Norðurlandanna voru einnig viðstaddir ásamt fjölmiðlafulltrúum og samstarfsaðila. Eliza Reid forsetafrú Íslands setti hátíðina. Áslaug Arna hélt magnaða ræðu að vanda. Dómararnir áttu létt verk fyrir höndum Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, segir Íslendinga hafa sýnt stuðning í verki með aðkomu sinni að hátíðinni. Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards. „Umgjörðin í Hörpu er mögnuð andrúmsloftið frábært þar sem ríkti mikil og hvetjandi stemning meðal gesta. Sjálf á ég afar auðvelt með að heillast af þeim konum sem tilnefndar eru hverju sinni en dómarar þessa árs áttu í rauninni létt verk fyrir höndum. Framúrskarandi konur frá norðurlöndunum kepptust um viðurkenningu fyrir leiðtogastörf sín. Sérhver sigurvegari, sem og allar konur í úrslitum eru leiðtogar á sínu sviði. Það er okkur sönn ánægja að veita þeim viðurkenningu fyrir störf sín, leiðsögn og frumkvæði. Við hlökkum til að sjá öll í Noregi á næsta ári.“ Heiðra framúrskarandi fyrirmyndir Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Ingibjörg Lilja Þórmundardóttir, mannauðsstjóri Helix Health og stjórnarkona WTI segir það ótrúlegan heiður að fá verðlaunaafhendinguna til Íslands. Ingibjörg Lilja ásamt Marianne Andersen, CEO, High5Girls, hún stóð uppi sem sigurvegari í flokknum: Women in Tech Advocate of the year. „Þetta var valdeflandi kvöld þar sem við fögnuðum konum í tæknigeiranum. Það er mikilvægt að staldra við og heiðra kvenkyns fyrirmyndir sem eru að gera framúrskarandi hluti. Í atvinnugrein sem er að stærstu leyti rekinn er af körlum verðum við að skapa öflug tengsl milli kvenna í geiranum.“ Sigur okkar allra Sjálf var Ingibjörg tilnefnd til verðlaunanna en komast því miður ekki í loka úrtakið. Hún segir samstöðuna sem ríkti í Hörpu þetta kvöld hafa verið ólýsanlega. Verðlaunahátíðin var hin glæsilegasta en hún var haldin í Hörpu. „Það er svo mikilvægt að við konur lærum af reynslu hver annarrar. Sækjum innblástur og vinnum samstíga að markmiðum okkar. Síðast en ekki síst verðum við að veita stuðning og veita hver annarri vængi. Saman erum við nefnilega náttúruafl og mesti sigurinn er að sjá konu í geiranum ná árangri því það er sigur okkar allra.“ Hér má sjá sigurvegara kvöldsins. Lista yfir verðlaunahafa hátíðarinnar má nálgast HÉR en myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan. Hátíðarræða Áslaugar Örnu. Gestir flykktust í Hörpu. Prúðbúnir gestir. Forsetafrúin í góðum félagsskap. Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Upplýsingatækni Samkvæmislífið Jafnréttismál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Meðal þeirra 260 gesta sem mættu voru Eliza Reid forsetafrú Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem opnaði hátíðina. Sendiherrar og sendifulltrúar allra Norðurlandanna voru einnig viðstaddir ásamt fjölmiðlafulltrúum og samstarfsaðila. Eliza Reid forsetafrú Íslands setti hátíðina. Áslaug Arna hélt magnaða ræðu að vanda. Dómararnir áttu létt verk fyrir höndum Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, segir Íslendinga hafa sýnt stuðning í verki með aðkomu sinni að hátíðinni. Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards. „Umgjörðin í Hörpu er mögnuð andrúmsloftið frábært þar sem ríkti mikil og hvetjandi stemning meðal gesta. Sjálf á ég afar auðvelt með að heillast af þeim konum sem tilnefndar eru hverju sinni en dómarar þessa árs áttu í rauninni létt verk fyrir höndum. Framúrskarandi konur frá norðurlöndunum kepptust um viðurkenningu fyrir leiðtogastörf sín. Sérhver sigurvegari, sem og allar konur í úrslitum eru leiðtogar á sínu sviði. Það er okkur sönn ánægja að veita þeim viðurkenningu fyrir störf sín, leiðsögn og frumkvæði. Við hlökkum til að sjá öll í Noregi á næsta ári.“ Heiðra framúrskarandi fyrirmyndir Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Ingibjörg Lilja Þórmundardóttir, mannauðsstjóri Helix Health og stjórnarkona WTI segir það ótrúlegan heiður að fá verðlaunaafhendinguna til Íslands. Ingibjörg Lilja ásamt Marianne Andersen, CEO, High5Girls, hún stóð uppi sem sigurvegari í flokknum: Women in Tech Advocate of the year. „Þetta var valdeflandi kvöld þar sem við fögnuðum konum í tæknigeiranum. Það er mikilvægt að staldra við og heiðra kvenkyns fyrirmyndir sem eru að gera framúrskarandi hluti. Í atvinnugrein sem er að stærstu leyti rekinn er af körlum verðum við að skapa öflug tengsl milli kvenna í geiranum.“ Sigur okkar allra Sjálf var Ingibjörg tilnefnd til verðlaunanna en komast því miður ekki í loka úrtakið. Hún segir samstöðuna sem ríkti í Hörpu þetta kvöld hafa verið ólýsanlega. Verðlaunahátíðin var hin glæsilegasta en hún var haldin í Hörpu. „Það er svo mikilvægt að við konur lærum af reynslu hver annarrar. Sækjum innblástur og vinnum samstíga að markmiðum okkar. Síðast en ekki síst verðum við að veita stuðning og veita hver annarri vængi. Saman erum við nefnilega náttúruafl og mesti sigurinn er að sjá konu í geiranum ná árangri því það er sigur okkar allra.“ Hér má sjá sigurvegara kvöldsins. Lista yfir verðlaunahafa hátíðarinnar má nálgast HÉR en myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan. Hátíðarræða Áslaugar Örnu. Gestir flykktust í Hörpu. Prúðbúnir gestir. Forsetafrúin í góðum félagsskap.
Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Upplýsingatækni Samkvæmislífið Jafnréttismál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira