Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. nóvember 2023 22:02 Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts og Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, biðu við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í allan dag. Þær vilja bjarga dýrunum sem urðu eftir í Grindavík. Stöð 2/Einar Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum. Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum.
Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira