Kryfur málin í gufubaðinu með skemmtilegustu konum bæjarins Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. nóvember 2023 10:01 Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin fyrir næsta dag: Bæði vinnudót og íþróttaföt. Klukkan sjö er hún mætt í Mjölni þar sem hún hittir þjálfarann og skemmtilegustu konur bæjarins. Vísir/Vilhelm Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið og byrjar daginn síðan klukkan sjö í Mjölni þar sem hún hittir skemmtilegustu konur bæjarins. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vakna klukkan hálf sjö sem er stundum nokkuð erfitt þegar dagarnir eru langir og miklu erfiðara þegar það er myrkur á morgnanna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég vakna og skelli mér í æfingafötin og læðist bókstaflega út til að vekja ekki börnin og manninn minn sem er nú reyndar oft vaknaður. Ég er alltaf búin að gera allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið þannig að ég þurfi ekki að vera með einhver læti. Ég er svo mætt klukkan sjö í Mjölni til Jóhanns með skemmtilegustu konum bæjarins. Við reynum svo alltaf að ná svo smá tíma saman í gufunni til að kryfja málefni líðandi stunda en ég er svo mætt á skrifstofuna fyrir klukkan níu þar sem ég byrja daginn á daglegum morgunfundi með teyminu.“ Áttu þér eitthvað áhugamál sem þú telur líklegt að komi fólki á óvart? „Ég á fullt af áhugamálum en svo er alltaf spurning hvernig maður forgangsraðar og hvað maður velur að eyða tímanum sínum í. Síðustu ár hef ég ekki gert mikið annað en að sinna vinnu og nota frítímann með fjölskyldunni. Mér finnst frábært að geta fylgt börnunum í þeirra áhugamálum og sjá þau vaxa. Ég er með þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu og eru þau öll á mismundani skólastigum, einn í menntaskóla, næsti í grunnskóla og stelpan okkar svo á leikskóla. Þau eru öll á fullu í íþróttum og ég sagði alltaf að ef ég myndi eignast þriðja barnið þá yrði það stelpa og hún færi í körfubolta. Hún er ekki ennþá komin í körfuna en yngri strákurinn minn byrjaði núna loksins í körfubolta. Ég var nefnilega í körfu sjálf og var bara nokkuð góð þó ég segi sjálf frá. Ég var í yngri flokkunum í ÍR og unnum við alltaf allt og svo fór ég yfir í KR og vorum við líka mjög sigursælar þar og með frábært lið. Ég hlakka því mjög mikið til að geta fylgt stráknum mínum á körfuboltamót í vetur og vonandi fær stelpan mín áhugan líka.“ Gréta viðurkennir að fara of seint að sofa miðað við hvenær hún vaknar. Til að tryggja að hún hafi svigrúm til að sinna og klára verkefni sem hún þarf sjálf að vinna í, tekur hún frá tíma í calender þannig að ekki sé hægt að bóka hana á fundi eða í annað þá. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru mörg mjög spennandi verkefni sem við erum með í vinnslu. Við erum að búa til nýtt afl á smásölumarkaði og ætlum að láta til okkar taka. Ég hóf störf hjá Heimkaupum í byrjun sumar og samhliða breyttist rekstur félagsins talsvert þar sem Heimkaup keypti allar einingar sem sneru að verslunarrekstri frá Orkunni, en það eru 10-11, Extra og 3 verslanir, við Orkustöðvar ásamt Lyfjavali og Gló. Það eru svo eignarhlutir í Brauð & Co. og Clippers, sem rekur Sbarro. Við erum að skoða hvernig við fáum sem mestan kraft úr okkar vörumerkjum og hvernig við vinnum sem best saman og eru að skipuleggja reksturinn með tilliti til þess. Eins og komið hefur fram síðustu daga þá erum við einnig að undirbúa að koma með nýja nálgun á lágvöruverðsmarkaði á næsta ári.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég byrja á daglegum stöðufundum til að við samstillum verkefni dagsins. Síðan er oft mikið um fundi en ég bóka sjálfa mig í dagatalinu í ákveðin verkefni svo ég hafi tíma til að sinna þeim verkefnum sem ég þarf að klára.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Fer allt of seint að sofa miðað við hvenær ég vakna. Markmiðið er alltaf að vera komin upp í rúm upp úr klukkan tíu og vera sofnuð um klukkan ellefu. Þetta er þó sjaldnast raunin og er ég yfirleitt að fara að sofa milli ellefu og tólf.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir B-týpu fjölskylda með haganlega útfært vekjaraklukkuhandrit Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunar- og auglýsingastofunnar Tvist, rifjar upp trúðaskóna úr Gallabuxnabúðinni þegar hún var unglingur og henni fannst ótrúlega töff. Þótt níðþungir væru og í hrópandi ósamræmi við þá písl sem hún sjálf var þá. 4. nóvember 2023 10:00 „Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01 Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vakna klukkan hálf sjö sem er stundum nokkuð erfitt þegar dagarnir eru langir og miklu erfiðara þegar það er myrkur á morgnanna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég vakna og skelli mér í æfingafötin og læðist bókstaflega út til að vekja ekki börnin og manninn minn sem er nú reyndar oft vaknaður. Ég er alltaf búin að gera allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið þannig að ég þurfi ekki að vera með einhver læti. Ég er svo mætt klukkan sjö í Mjölni til Jóhanns með skemmtilegustu konum bæjarins. Við reynum svo alltaf að ná svo smá tíma saman í gufunni til að kryfja málefni líðandi stunda en ég er svo mætt á skrifstofuna fyrir klukkan níu þar sem ég byrja daginn á daglegum morgunfundi með teyminu.“ Áttu þér eitthvað áhugamál sem þú telur líklegt að komi fólki á óvart? „Ég á fullt af áhugamálum en svo er alltaf spurning hvernig maður forgangsraðar og hvað maður velur að eyða tímanum sínum í. Síðustu ár hef ég ekki gert mikið annað en að sinna vinnu og nota frítímann með fjölskyldunni. Mér finnst frábært að geta fylgt börnunum í þeirra áhugamálum og sjá þau vaxa. Ég er með þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu og eru þau öll á mismundani skólastigum, einn í menntaskóla, næsti í grunnskóla og stelpan okkar svo á leikskóla. Þau eru öll á fullu í íþróttum og ég sagði alltaf að ef ég myndi eignast þriðja barnið þá yrði það stelpa og hún færi í körfubolta. Hún er ekki ennþá komin í körfuna en yngri strákurinn minn byrjaði núna loksins í körfubolta. Ég var nefnilega í körfu sjálf og var bara nokkuð góð þó ég segi sjálf frá. Ég var í yngri flokkunum í ÍR og unnum við alltaf allt og svo fór ég yfir í KR og vorum við líka mjög sigursælar þar og með frábært lið. Ég hlakka því mjög mikið til að geta fylgt stráknum mínum á körfuboltamót í vetur og vonandi fær stelpan mín áhugan líka.“ Gréta viðurkennir að fara of seint að sofa miðað við hvenær hún vaknar. Til að tryggja að hún hafi svigrúm til að sinna og klára verkefni sem hún þarf sjálf að vinna í, tekur hún frá tíma í calender þannig að ekki sé hægt að bóka hana á fundi eða í annað þá. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru mörg mjög spennandi verkefni sem við erum með í vinnslu. Við erum að búa til nýtt afl á smásölumarkaði og ætlum að láta til okkar taka. Ég hóf störf hjá Heimkaupum í byrjun sumar og samhliða breyttist rekstur félagsins talsvert þar sem Heimkaup keypti allar einingar sem sneru að verslunarrekstri frá Orkunni, en það eru 10-11, Extra og 3 verslanir, við Orkustöðvar ásamt Lyfjavali og Gló. Það eru svo eignarhlutir í Brauð & Co. og Clippers, sem rekur Sbarro. Við erum að skoða hvernig við fáum sem mestan kraft úr okkar vörumerkjum og hvernig við vinnum sem best saman og eru að skipuleggja reksturinn með tilliti til þess. Eins og komið hefur fram síðustu daga þá erum við einnig að undirbúa að koma með nýja nálgun á lágvöruverðsmarkaði á næsta ári.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég byrja á daglegum stöðufundum til að við samstillum verkefni dagsins. Síðan er oft mikið um fundi en ég bóka sjálfa mig í dagatalinu í ákveðin verkefni svo ég hafi tíma til að sinna þeim verkefnum sem ég þarf að klára.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Fer allt of seint að sofa miðað við hvenær ég vakna. Markmiðið er alltaf að vera komin upp í rúm upp úr klukkan tíu og vera sofnuð um klukkan ellefu. Þetta er þó sjaldnast raunin og er ég yfirleitt að fara að sofa milli ellefu og tólf.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir B-týpu fjölskylda með haganlega útfært vekjaraklukkuhandrit Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunar- og auglýsingastofunnar Tvist, rifjar upp trúðaskóna úr Gallabuxnabúðinni þegar hún var unglingur og henni fannst ótrúlega töff. Þótt níðþungir væru og í hrópandi ósamræmi við þá písl sem hún sjálf var þá. 4. nóvember 2023 10:00 „Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01 Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
B-týpu fjölskylda með haganlega útfært vekjaraklukkuhandrit Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunar- og auglýsingastofunnar Tvist, rifjar upp trúðaskóna úr Gallabuxnabúðinni þegar hún var unglingur og henni fannst ótrúlega töff. Þótt níðþungir væru og í hrópandi ósamræmi við þá písl sem hún sjálf var þá. 4. nóvember 2023 10:00
„Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01
Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01
Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00
„Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00