Ásta Guðmundsdóttir í framkvæmdastjórn Icelandia Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 10:58 Ásta Guðmundsdóttir, er orðin framkvæmdastjóri ferðasviðs Icelandia. Kynnisferðir, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, hafa ráðið Ástu Guðmundsdóttur sem framkvæmdastjóra ferðasviðs en fyrirtækið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Ásta hafi nú þegar hafið störf. Sem framkvæmdastjóri ferðasviðs mun hún leiða afkomu Reykjavik Excursions og Flybus með áherslu á upplifun viðskiptavina, vöruframboð og þjónustuþróun. Ásta er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með MSc gráðu í verkefnastjórnun frá Lancaster University í Bretlandi. Hún starfaði áður hjá Origo í tæp 10 ár meðal annars sem verkefnastjóri og hópstjóri. Þar starfaði hún svo síðustu 5 ár sem forstöðumaður á Þjónustulausnasviði, þar sem hún bar meðal annars ábyrgð á kerfisrekstri og notendaþjónustu til viðskiptavina, verkefnastýringu og þjónustuupplifun. Ásta er gift Ægi Guðmundssyni, forstöðumanni á upplýsingatæknisviði hjá Controlant og eiga þau þrjú börn. „Það er mögnuð orka hjá fyrirtækinu sem býr yfir gríðarlegum mannauði til að takast á við spennandi verkefni í vaxandi ferðaþjónustu. Bransinn leggst vel í mig og ég er mjög spennt fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Ástu. „Íslensk ferðaþjónusta hefur tekið hratt við sér frá því að faraldrinum lauk. Velta Kynnisferða var á síðasta ári kr. 11,5 milljarðar og nú starfa um 600 manns starfa hjá okkur. Rekstur félagsins hefur breyst mikið eftir sameiningu við Eldey TLH og Activity Iceland og er félagið orðið afar fjölbreytt ferðaþjónustufyrirtæki,“ segir Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Ástu inn í framkvæmdastjórnarteymið okkar. Stefna félagsins er að veita viðskiptavinum okkar afar fjölbreytta þjónustu með áframhaldandi áherslu á gæði og öryggismál, ásamt framúrskarandi þjónustu og gera þannig upplifun okkar gesta sem allra besta þegar þeir heimsækja Ísland,“ segir Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia. Vistaskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Ásta hafi nú þegar hafið störf. Sem framkvæmdastjóri ferðasviðs mun hún leiða afkomu Reykjavik Excursions og Flybus með áherslu á upplifun viðskiptavina, vöruframboð og þjónustuþróun. Ásta er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með MSc gráðu í verkefnastjórnun frá Lancaster University í Bretlandi. Hún starfaði áður hjá Origo í tæp 10 ár meðal annars sem verkefnastjóri og hópstjóri. Þar starfaði hún svo síðustu 5 ár sem forstöðumaður á Þjónustulausnasviði, þar sem hún bar meðal annars ábyrgð á kerfisrekstri og notendaþjónustu til viðskiptavina, verkefnastýringu og þjónustuupplifun. Ásta er gift Ægi Guðmundssyni, forstöðumanni á upplýsingatæknisviði hjá Controlant og eiga þau þrjú börn. „Það er mögnuð orka hjá fyrirtækinu sem býr yfir gríðarlegum mannauði til að takast á við spennandi verkefni í vaxandi ferðaþjónustu. Bransinn leggst vel í mig og ég er mjög spennt fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Ástu. „Íslensk ferðaþjónusta hefur tekið hratt við sér frá því að faraldrinum lauk. Velta Kynnisferða var á síðasta ári kr. 11,5 milljarðar og nú starfa um 600 manns starfa hjá okkur. Rekstur félagsins hefur breyst mikið eftir sameiningu við Eldey TLH og Activity Iceland og er félagið orðið afar fjölbreytt ferðaþjónustufyrirtæki,“ segir Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Ástu inn í framkvæmdastjórnarteymið okkar. Stefna félagsins er að veita viðskiptavinum okkar afar fjölbreytta þjónustu með áframhaldandi áherslu á gæði og öryggismál, ásamt framúrskarandi þjónustu og gera þannig upplifun okkar gesta sem allra besta þegar þeir heimsækja Ísland,“ segir Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia.
Vistaskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira