„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 21:38 Víðir sagði mikilvægt að fólk hefði í huga að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta. Þá sagði hann engan minni mann ef hann leitaði sér aðstoðar vegna ástandsins á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira