Furðar sig á ákvörðun Seðlabankans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 17:49 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum. Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum.
Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira