Fundar með utanríkisráðherrum arabaríkja um vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. nóvember 2023 12:49 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. AP Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Íslandsdeild Amnesty International krefst þess að forsætis- og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum við að koma á vopnahléi. Búast má við að kröfur um vopnahlé af mannúðarástæðum verði umræðuefni funda sem Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun eiga með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Blinken lagði áherslu á nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum á fundi með forsætisráðherra Ísrael í gær . Forsætisráðherrann sagði að slíkt hlé kæmi ekki til greina nema öllum þeim 240 gíslum sem Hamas liðar eru með í haldi verði sleppt. Þangað til verði hernaði Ísrael halið áfram af fullum þunga. Vopnahlé nauðsynlegt Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeilar Amnesty International, segir vopnahlé gríðarlega mikilvægt. „Til þess að stöðva þessar ólögmætir árásir allra aðila sem eiga sér stað í þessum átökum. Vopnahlé fækkar dauðsföllum og gerir hjálparstofnunum það kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð. Hlé er svakalega mikilvægt tæki og tækifæri til að tryggja að mannréttindi séu virt á þessu svæði.“ Vopnahlé sé ekki síður mikilvægt til að semja um lausn þeirra gísla sem í haldi eru. Íslandsdeildin afhenti Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og forsætisráðuneytinu undirskriftalista í gær með tæplega sjö þúsund undirskriftum. „Það sýnir hvað fólki hér á landi er annt um þennan málstað að tryggja mannréttindi og mannúð á þessu svæði, allra aðila. Og við höfum sjaldan eða jafnvel aldrei fengið jafn margar undirskriftir í máli sem deildin hefur tekið upp.“ Vonbrigði Anna segir það hafa verið vonbrigði þegar íslensk stjórnvöld sátu hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Þau hefðu viljað sjá Ísland kjósa með ályktuninni. „Og sýna þannig sterkan vilja og senda sterka yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins um að Ísland vilji setja mannúð og mannréttindi á oddinn, algjörlega. Þá hefði Ísland frekar getað gert í sinni greinargerð, grein fyrir því að þau hefðu viljað sjá frekari og nákvæmari útlistingu á þeim hópum sem þarna takast á eða fara nánar út í þau atriði sem þau hefðu viljað sjá í yfirlýsingunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Búast má við að kröfur um vopnahlé af mannúðarástæðum verði umræðuefni funda sem Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun eiga með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Blinken lagði áherslu á nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum á fundi með forsætisráðherra Ísrael í gær . Forsætisráðherrann sagði að slíkt hlé kæmi ekki til greina nema öllum þeim 240 gíslum sem Hamas liðar eru með í haldi verði sleppt. Þangað til verði hernaði Ísrael halið áfram af fullum þunga. Vopnahlé nauðsynlegt Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeilar Amnesty International, segir vopnahlé gríðarlega mikilvægt. „Til þess að stöðva þessar ólögmætir árásir allra aðila sem eiga sér stað í þessum átökum. Vopnahlé fækkar dauðsföllum og gerir hjálparstofnunum það kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð. Hlé er svakalega mikilvægt tæki og tækifæri til að tryggja að mannréttindi séu virt á þessu svæði.“ Vopnahlé sé ekki síður mikilvægt til að semja um lausn þeirra gísla sem í haldi eru. Íslandsdeildin afhenti Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og forsætisráðuneytinu undirskriftalista í gær með tæplega sjö þúsund undirskriftum. „Það sýnir hvað fólki hér á landi er annt um þennan málstað að tryggja mannréttindi og mannúð á þessu svæði, allra aðila. Og við höfum sjaldan eða jafnvel aldrei fengið jafn margar undirskriftir í máli sem deildin hefur tekið upp.“ Vonbrigði Anna segir það hafa verið vonbrigði þegar íslensk stjórnvöld sátu hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Þau hefðu viljað sjá Ísland kjósa með ályktuninni. „Og sýna þannig sterkan vilja og senda sterka yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins um að Ísland vilji setja mannúð og mannréttindi á oddinn, algjörlega. Þá hefði Ísland frekar getað gert í sinni greinargerð, grein fyrir því að þau hefðu viljað sjá frekari og nákvæmari útlistingu á þeim hópum sem þarna takast á eða fara nánar út í þau atriði sem þau hefðu viljað sjá í yfirlýsingunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira