Umtalsverðar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 17:19 Meint árás mannsins átti sér stað í skóglendi. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tilraun til að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 27. nóvember. Hann þykir mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira