Bændahjón óttaslegin vegna erja: „Hann á eftir að drepa okkur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Málið varðar meintan ofsakastur í Hvalfirði. Myndin sýnir veg í firðinum, en þó ekki þann vegakafla þar sem atvik málsins áttu sér stað. Vísir/Vilhelm Bændahjón úr Kjós segjast hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar vegna nágranna sem er ákærður fyrir að aka bíl á ógnandi hátt að þeim, elt þau um tíu kílómetra vegarkafla í Hvalfirði og reynt að þvinga þau af veginum. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum og vopnalagabrot, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann mætti ekki fyrir dóm og gaf því ekki skýrslu af sinni upplifun í aðalmeðferðinni. Þó liggur fyrir lögregluskýrsla í málinu þar sem hans sjónarmiðum er lýst. Hann krefst frávísunar á ákæruliðnum sem varðar ofsaaksturinn. Af vitnisburði hjónanna að dæma hafa þau átt í deilum við nágrannann, meðal annars um 25 hektara landsvæði, en hann er fyrrverandi eigandi jarðar þeirra. Þau héldu því fram að atvikið sem málið varðar væri einungis eitt af mörgum sem hefði komið upp á milli þeirra. „Hann ætlar bara að keyra á okkur“ Myndband af meintum ofsaakstri mannsins var sýnt í dómsal í gærmorgun. Bóndinn útskýrði að hann væri gjarnan með síma sinn við hönd þegar hann væri að aka nálægt húsnæði nágranna síns, vegna þess að honum stæði ógn af honum. Hann myndi vilja festa athæfi hans á filmu. Upptakan, sem er tekin úr bíl bændahjónanna, sýnir þröngan sveitaveg. Skyndilega birtist bíll nágrannans og sést hann nálgast á nokkrum hraða, en staðnæmist áður en hann kemur að hinum bílnum. Bílarnir eru þá andspænis hvorum öðrum á malarvegi, en af myndbandinu að dæma er ekki gott færi að til að mæta öðrum bílum á malarveginum þar sem hann er ansi þröngur. Bóndinn, sem ók bíl hjónanna, byrjar að bakka undan og nágranninn eltir, með því að aka á sama hraða ansi nálægt þeim. Það heldur áfram um nokkra stund þangað til bóndinn virðist sjá færi á því að komast fram hjá bíl nágrannans, og brunar hann þá í burtu frá honum. Á hljóðrás myndbandsins heyrast hjónin tala sín á milli um að maðurinn sé að halda áfram eftirför sinni. Það sést þó illa á myndbandinu. Önnur samskipti hjónanna heyrast í myndbandinu þar sem þau lýsa nágrannanum og athæfi hans. „Hann kemur hér af ástæðulausu og ógnar okur með bílnum. Hann er alveg kolvitlaus núna,“ segir bóndinn. „Hann er að fara að keyra á okkur. Hann ætlar bara að keyra á okkur. Passaðu þig […] Þetta er kolbrjálaður maður, stórhættulegur,“ segir hún. „Við fáum svaka högg ef hann keyrir á okkur.“ „Ég kem ekki nálægt þessu húsi“ Fyrir dómi í gær gaf bóndinn skýrslu. Hann útskýrði kynni sín af manninum. Þeir væru nágrannar en þekktust í raun ekki. Hann væri hins vegar fyrrverandi eigandi jarðarinnar þeirra. Aðspurður um hvort eitthvað sérstakt hafi orsakað atlögu nágrannans þennan tiltekna dag segir hann svo ekki vera. Nágranninn hafði haldið því fram að bóndinn hefði keyrt yfir hvolp í sinni eigu. Bóndinn kannaðist ekki við það. Þá liggur einnig fyrir í málinu deila á milli fólksins um landsvæði. Nágranninn hafi sett upp girðingu og bóndinn fjarlægt hana. Bóndinn taldi að atvikið sem málið varðar tengdist því ekki með beinum hætti. Þónokkrir lögreglumenn gáfu skýrslu fyrir dómi. Einhverjir þeirra höfðu elt manninn á mótorhjólum.Vísir/Vilhelm Eftirförin hófst við áðurnefndan malarveg, en hann er nálægt húsi nágrannans. Fyrir dómi útskýrði bóndinn að þau ættu einnig gamalt hús við veginn. Þau hafi verið að skoða það þennan dag. „En áttuð þið erindi til mannsins þennan dag?“ spurði saksóknari. Bóndinn svaraði neitandi. „Ég kem ekki nálægt þessu húsi.“ Hann var einnig spurður hvort ekki hafi hvarflað að þeim hvort maðurinn vildi ekki bara fá að ræða við þau. „Ég vildi ekki eiga við hann samtal. Hann hefur ógnað mér áður.“ Taldi hann ætla að fórna sér „Hann ætlaði sér eitthvað með okkur. Ég veit ekki hvað það er. Ég veit það eftir fyrri reynslu og samskipti við hann,“ sagði bóndinn. Hann hélt því fram að nágranninn hafi áður slegið hann með gaddavírsbolta. Verjandi mannsins áréttaði að umbjóðandi hans hefði verið dæmdur fyrir hótanir, en aldrei ákærður fyrir þessa meintu líkamsárás. Bóndakonan tók undir framburð eiginmanns síns í framburði sínum fyrir dómi. „Hann kemur eins og hann ætli gjörsamlega að gera út af við okkur. Það fyrsta sem maður hugsaði var að hann ætlaði að fórna sjálfum sér og losna við okkur líka,“ sagði hún. Eftirförin hélt áfram Myndbandið sem fjallað var um hér að ofan sýndi einungis hluta eftirfararinnar sem maðurinn er ákærður fyrir. Líkt og áður segir er honum gefið að sök að hafa elt þau um tíu kílómetra leið í Hvalfirði. Bóndinn segir að þau hafi hringt á lögregluna skömmu eftir að þau hættu að taka upp myndbandið og þau verið í símasamskiptum við hana í talsverðan tíma á meðan nágranninn elti þau. Á meðan á þessu stóð segist bóndinn hafa ekið hægt, á þrjátíu til sextíu kílómetra hraða eftir aðstæðum. Þá hafi nágranninn reynt að taka fram úr þeim, en bóndinn viðurkenndi að hafa hindrað hann í því. Þau hafi ekki viljað fá hann upp að hlið þeirra, eða fram úr þeim. Bóndakonan tók undir þetta í framburði sínum. „Hann hefði getað verið með hvaða vopn sem er í bílnum,“ sagði hún, en nágranninn er einnig ákærður fyrir vörslu á hníf með átján sentímetra löngu blaði. Hnífurinn fannst í bílnum og samkvæmt lögreglumanni sem gaf vitni fyrir dómi var hnífurinn við hlið hans. „Við vildum ekki stöðva svo hann gæti komið út úr bílnum með eitthvað vopn og myndi berja okkur eða bílinn, eða guð má vita hvað,“ sagði bóndakonan. Manninum er gefið að sök að elta fólkið um tíu kílómetra kafla í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Svo virðist sem á ákveðnum tímapunkti hafi hjónunum tekist að beygja bíl sínum frá nágrannanum og í kjölfarið hafi eftirför lögreglu hafist. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreið sína. Hann gerði það þó að endingu og var handtekinn. Nokkrir lögreglumenn gáfu skýrslu fyrir dómi varðandi þessa eftirför og skýrðu að maðurinn hafi ekki ekið mjög hratt eða háskalega, en hann hafi engu að síður ekki fylgt fyrirmælum hennar líkt og ætlast var til. „Hann ætlar að drepa einhvern í fjölskyldunni“ Myndband sem bóndinn tók af eiginkonu sinni eftir atvikið var sýnt í dómsal. Þar sást hún titra, skjálfa og gráta. „Hann var næstum því búinn að drepa [son hjónanna] í sumar. Hann á eftir að drepa okkur. Hann ætlar að drepa einhvern í fjölskyldunni,“ heyrist konan segja í myndbandinu. Þar vísaði konan til samskonar atviks sem hjónin héldu bæði fram að hefði átt sér stað. Þar hafi maðurinn hafi eftirför á eftir syni þeirra. Konan sagði mikla mildi að sonur sinn væri enn á lífi eftir það og hafði eftir syni sínum að hann hafi neyðst til að keyra á hátt í 170 kílómetra hraða til að komast undan manninum, og það á hættulegum vegum Hvalfjarðar. Fyrir dómi var konan spurð hvaða áhrif þessi mál hefðu haft á hana. Hún sagði kvíða og ótta fylgja sér. „Maður veit aldrei hvenær maður sjálfur eða einhver annar í fjölskyldunni getur lent í ofbeldi í hálfu þessa manns,“ sagði hún. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/Vilhelm Krefst frávísunar Líkt og áður segir krefst nágranninn frávísunar á umfangsmesta ákærulið málsins sem varðar meintan ofsaakstur. Verjandi mannsins benti í málflutningi sínum að lögregluskýrsla hafi verið tekin af hjónunum samtímis. Það sé ólöglegt undir langflestum kringumstæðum, þar sem þau geti þá samræmst um framburð sinn. „Úr þessu verður ekki bætt fyrir dómi með því að taka af þeim skýrslu fyrir dómi í sitt hvoru lagi. Skaðinn er skeður,“ sagði hann og spurði: „Á að byggja á framburði sem er ekki tekinn með lögmætum hætti?“ Hann bætti við að honum þætti einsýnt að ekki mætti gefa afslátt af þessari reglu. Annars gæti það orðinn viðtekinn venja hjá lögreglunni að gera slíkt. Héraðssaksóknari, sem rak málið fyrir dómi, sagði að mögulega hafi mátt standa betur að skýrslunni. Hins vegar væri frávísun ekki réttlætanleg þar sem mörg önnur gögn lægju fyrir dómi, líkt og lögregluskýrslur sem teknar hafi verið af fólkinu á vettvangi, og í sitt hvoru lagi. Kjósarhreppur Nágrannadeilur Dómsmál Bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum og vopnalagabrot, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann mætti ekki fyrir dóm og gaf því ekki skýrslu af sinni upplifun í aðalmeðferðinni. Þó liggur fyrir lögregluskýrsla í málinu þar sem hans sjónarmiðum er lýst. Hann krefst frávísunar á ákæruliðnum sem varðar ofsaaksturinn. Af vitnisburði hjónanna að dæma hafa þau átt í deilum við nágrannann, meðal annars um 25 hektara landsvæði, en hann er fyrrverandi eigandi jarðar þeirra. Þau héldu því fram að atvikið sem málið varðar væri einungis eitt af mörgum sem hefði komið upp á milli þeirra. „Hann ætlar bara að keyra á okkur“ Myndband af meintum ofsaakstri mannsins var sýnt í dómsal í gærmorgun. Bóndinn útskýrði að hann væri gjarnan með síma sinn við hönd þegar hann væri að aka nálægt húsnæði nágranna síns, vegna þess að honum stæði ógn af honum. Hann myndi vilja festa athæfi hans á filmu. Upptakan, sem er tekin úr bíl bændahjónanna, sýnir þröngan sveitaveg. Skyndilega birtist bíll nágrannans og sést hann nálgast á nokkrum hraða, en staðnæmist áður en hann kemur að hinum bílnum. Bílarnir eru þá andspænis hvorum öðrum á malarvegi, en af myndbandinu að dæma er ekki gott færi að til að mæta öðrum bílum á malarveginum þar sem hann er ansi þröngur. Bóndinn, sem ók bíl hjónanna, byrjar að bakka undan og nágranninn eltir, með því að aka á sama hraða ansi nálægt þeim. Það heldur áfram um nokkra stund þangað til bóndinn virðist sjá færi á því að komast fram hjá bíl nágrannans, og brunar hann þá í burtu frá honum. Á hljóðrás myndbandsins heyrast hjónin tala sín á milli um að maðurinn sé að halda áfram eftirför sinni. Það sést þó illa á myndbandinu. Önnur samskipti hjónanna heyrast í myndbandinu þar sem þau lýsa nágrannanum og athæfi hans. „Hann kemur hér af ástæðulausu og ógnar okur með bílnum. Hann er alveg kolvitlaus núna,“ segir bóndinn. „Hann er að fara að keyra á okkur. Hann ætlar bara að keyra á okkur. Passaðu þig […] Þetta er kolbrjálaður maður, stórhættulegur,“ segir hún. „Við fáum svaka högg ef hann keyrir á okkur.“ „Ég kem ekki nálægt þessu húsi“ Fyrir dómi í gær gaf bóndinn skýrslu. Hann útskýrði kynni sín af manninum. Þeir væru nágrannar en þekktust í raun ekki. Hann væri hins vegar fyrrverandi eigandi jarðarinnar þeirra. Aðspurður um hvort eitthvað sérstakt hafi orsakað atlögu nágrannans þennan tiltekna dag segir hann svo ekki vera. Nágranninn hafði haldið því fram að bóndinn hefði keyrt yfir hvolp í sinni eigu. Bóndinn kannaðist ekki við það. Þá liggur einnig fyrir í málinu deila á milli fólksins um landsvæði. Nágranninn hafi sett upp girðingu og bóndinn fjarlægt hana. Bóndinn taldi að atvikið sem málið varðar tengdist því ekki með beinum hætti. Þónokkrir lögreglumenn gáfu skýrslu fyrir dómi. Einhverjir þeirra höfðu elt manninn á mótorhjólum.Vísir/Vilhelm Eftirförin hófst við áðurnefndan malarveg, en hann er nálægt húsi nágrannans. Fyrir dómi útskýrði bóndinn að þau ættu einnig gamalt hús við veginn. Þau hafi verið að skoða það þennan dag. „En áttuð þið erindi til mannsins þennan dag?“ spurði saksóknari. Bóndinn svaraði neitandi. „Ég kem ekki nálægt þessu húsi.“ Hann var einnig spurður hvort ekki hafi hvarflað að þeim hvort maðurinn vildi ekki bara fá að ræða við þau. „Ég vildi ekki eiga við hann samtal. Hann hefur ógnað mér áður.“ Taldi hann ætla að fórna sér „Hann ætlaði sér eitthvað með okkur. Ég veit ekki hvað það er. Ég veit það eftir fyrri reynslu og samskipti við hann,“ sagði bóndinn. Hann hélt því fram að nágranninn hafi áður slegið hann með gaddavírsbolta. Verjandi mannsins áréttaði að umbjóðandi hans hefði verið dæmdur fyrir hótanir, en aldrei ákærður fyrir þessa meintu líkamsárás. Bóndakonan tók undir framburð eiginmanns síns í framburði sínum fyrir dómi. „Hann kemur eins og hann ætli gjörsamlega að gera út af við okkur. Það fyrsta sem maður hugsaði var að hann ætlaði að fórna sjálfum sér og losna við okkur líka,“ sagði hún. Eftirförin hélt áfram Myndbandið sem fjallað var um hér að ofan sýndi einungis hluta eftirfararinnar sem maðurinn er ákærður fyrir. Líkt og áður segir er honum gefið að sök að hafa elt þau um tíu kílómetra leið í Hvalfirði. Bóndinn segir að þau hafi hringt á lögregluna skömmu eftir að þau hættu að taka upp myndbandið og þau verið í símasamskiptum við hana í talsverðan tíma á meðan nágranninn elti þau. Á meðan á þessu stóð segist bóndinn hafa ekið hægt, á þrjátíu til sextíu kílómetra hraða eftir aðstæðum. Þá hafi nágranninn reynt að taka fram úr þeim, en bóndinn viðurkenndi að hafa hindrað hann í því. Þau hafi ekki viljað fá hann upp að hlið þeirra, eða fram úr þeim. Bóndakonan tók undir þetta í framburði sínum. „Hann hefði getað verið með hvaða vopn sem er í bílnum,“ sagði hún, en nágranninn er einnig ákærður fyrir vörslu á hníf með átján sentímetra löngu blaði. Hnífurinn fannst í bílnum og samkvæmt lögreglumanni sem gaf vitni fyrir dómi var hnífurinn við hlið hans. „Við vildum ekki stöðva svo hann gæti komið út úr bílnum með eitthvað vopn og myndi berja okkur eða bílinn, eða guð má vita hvað,“ sagði bóndakonan. Manninum er gefið að sök að elta fólkið um tíu kílómetra kafla í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Svo virðist sem á ákveðnum tímapunkti hafi hjónunum tekist að beygja bíl sínum frá nágrannanum og í kjölfarið hafi eftirför lögreglu hafist. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreið sína. Hann gerði það þó að endingu og var handtekinn. Nokkrir lögreglumenn gáfu skýrslu fyrir dómi varðandi þessa eftirför og skýrðu að maðurinn hafi ekki ekið mjög hratt eða háskalega, en hann hafi engu að síður ekki fylgt fyrirmælum hennar líkt og ætlast var til. „Hann ætlar að drepa einhvern í fjölskyldunni“ Myndband sem bóndinn tók af eiginkonu sinni eftir atvikið var sýnt í dómsal. Þar sást hún titra, skjálfa og gráta. „Hann var næstum því búinn að drepa [son hjónanna] í sumar. Hann á eftir að drepa okkur. Hann ætlar að drepa einhvern í fjölskyldunni,“ heyrist konan segja í myndbandinu. Þar vísaði konan til samskonar atviks sem hjónin héldu bæði fram að hefði átt sér stað. Þar hafi maðurinn hafi eftirför á eftir syni þeirra. Konan sagði mikla mildi að sonur sinn væri enn á lífi eftir það og hafði eftir syni sínum að hann hafi neyðst til að keyra á hátt í 170 kílómetra hraða til að komast undan manninum, og það á hættulegum vegum Hvalfjarðar. Fyrir dómi var konan spurð hvaða áhrif þessi mál hefðu haft á hana. Hún sagði kvíða og ótta fylgja sér. „Maður veit aldrei hvenær maður sjálfur eða einhver annar í fjölskyldunni getur lent í ofbeldi í hálfu þessa manns,“ sagði hún. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/Vilhelm Krefst frávísunar Líkt og áður segir krefst nágranninn frávísunar á umfangsmesta ákærulið málsins sem varðar meintan ofsaakstur. Verjandi mannsins benti í málflutningi sínum að lögregluskýrsla hafi verið tekin af hjónunum samtímis. Það sé ólöglegt undir langflestum kringumstæðum, þar sem þau geti þá samræmst um framburð sinn. „Úr þessu verður ekki bætt fyrir dómi með því að taka af þeim skýrslu fyrir dómi í sitt hvoru lagi. Skaðinn er skeður,“ sagði hann og spurði: „Á að byggja á framburði sem er ekki tekinn með lögmætum hætti?“ Hann bætti við að honum þætti einsýnt að ekki mætti gefa afslátt af þessari reglu. Annars gæti það orðinn viðtekinn venja hjá lögreglunni að gera slíkt. Héraðssaksóknari, sem rak málið fyrir dómi, sagði að mögulega hafi mátt standa betur að skýrslunni. Hins vegar væri frávísun ekki réttlætanleg þar sem mörg önnur gögn lægju fyrir dómi, líkt og lögregluskýrslur sem teknar hafi verið af fólkinu á vettvangi, og í sitt hvoru lagi.
Kjósarhreppur Nágrannadeilur Dómsmál Bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira