Innlent

Vaktin: Lög­regla leitar logandi ljósi að byssumanni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá lögregluaðgerðum í Úlfarsárdal upp úr klukkan tvö í dag. Farið var inn í íbúð en enginn var handtekinn.
Frá lögregluaðgerðum í Úlfarsárdal upp úr klukkan tvö í dag. Farið var inn í íbúð en enginn var handtekinn. Vísir/Berghildur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu.

Vísir tekur við ábendingum um málið á netfangið [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.

Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Tengdar fréttir

Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi

Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða.

Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal

Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina.

Í­búar heyrðu skot­hvelli í Úlfarsár­dal

Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×