Tannlæknir fer alla leið á hrekkjavökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2023 20:04 Sverrir Örn, tannlæknir á Selfossi, sem fer alla leið með hrekkjavökuna á morgun í húsi fjölskyldunnar við Kjarrhóla 8. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tannlæknir á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að skreyta húsið sitt fyrir hrekkjavökuna annað kvöld. Það tekur hann um viku að koma öllu upp en uppblásnar dúkkur og blóðugar grímur eru hluti af leikmununum, auk þess sem húsið blikkar allt í ljósum. Hér erum við að tala um húsið í Kjarrhólum 8 þar sem Sverrir Örn Hlöðversson, tannlæknir og fjölskylda búa. Tannlæknirinn er búin að eyða öllum stundum eftir vinnu í bílskúrnum síðustu daga við að gera allt klárt fyrir morgundaginn en opið hús verður hjá fjölskyldunni frá 18:00 til 20:00 þar sem öll börn eru velkomin, hvort sem þau vilja koma ein eða með foreldrum í heimsókn og upplifa hrekkjavökuævintýrið í húsinu. „Það þarf að nota þetta drasl, sem er til. Þá vantar bara nokkrar dúkkur og eitthvað þannig. Meirihlutinn af einhverjum ljósum og drasli er til og svo bara að búa sér til eitthvað tilefni til að vera með eitthvað vesen,” segir Sverrir Örn. Sverrir fer alla leið með hrekkjavökuna hvort sem það er inn í bílskúr eða fyrir utan húsið. Hér er mikill metnaður á ferðinni. „Krakkarnir fara í gegnum göng inn í helli. Þá verður fullt af skrýtnum málverkum. Sum breytast og sum eru lifandi og eitthvað svona skrýtið. Svo ganga þau í gegnum einhverja ranghala og göng. Þetta er köngulóaþema, svo eru það spörfuglarnir hrafnarnir, pöddur og draugar og einhver djöfulgangur,” segir Sverrir Örn spenntur fyrir morgundeginum. „Þetta eru jólin,” bætir hann við. Opið verður í Kjarrhólunum á milli 18:00 og 20:00 morgun, 31. október. Sjón er sögu ríkari. Líkt og síðustu ár verður gengið í hús á Selfossi á þessum tíma. Húsin verða merkt með því að kveikja á kerti, lukt eða öðru slíku fyrir utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir konan á heimilinu yfir öllu þessu tilstandi hjá manni hennar? „Þetta er bara mjög flott, þetta verður geggjað.” Og hvernig er að eiga svona skrýtin karl? „Það er bara mjög gaman en það er krefjandi á köflum,” segir Halla Marinósdóttir skellihlæjandi. Árborg Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Hér erum við að tala um húsið í Kjarrhólum 8 þar sem Sverrir Örn Hlöðversson, tannlæknir og fjölskylda búa. Tannlæknirinn er búin að eyða öllum stundum eftir vinnu í bílskúrnum síðustu daga við að gera allt klárt fyrir morgundaginn en opið hús verður hjá fjölskyldunni frá 18:00 til 20:00 þar sem öll börn eru velkomin, hvort sem þau vilja koma ein eða með foreldrum í heimsókn og upplifa hrekkjavökuævintýrið í húsinu. „Það þarf að nota þetta drasl, sem er til. Þá vantar bara nokkrar dúkkur og eitthvað þannig. Meirihlutinn af einhverjum ljósum og drasli er til og svo bara að búa sér til eitthvað tilefni til að vera með eitthvað vesen,” segir Sverrir Örn. Sverrir fer alla leið með hrekkjavökuna hvort sem það er inn í bílskúr eða fyrir utan húsið. Hér er mikill metnaður á ferðinni. „Krakkarnir fara í gegnum göng inn í helli. Þá verður fullt af skrýtnum málverkum. Sum breytast og sum eru lifandi og eitthvað svona skrýtið. Svo ganga þau í gegnum einhverja ranghala og göng. Þetta er köngulóaþema, svo eru það spörfuglarnir hrafnarnir, pöddur og draugar og einhver djöfulgangur,” segir Sverrir Örn spenntur fyrir morgundeginum. „Þetta eru jólin,” bætir hann við. Opið verður í Kjarrhólunum á milli 18:00 og 20:00 morgun, 31. október. Sjón er sögu ríkari. Líkt og síðustu ár verður gengið í hús á Selfossi á þessum tíma. Húsin verða merkt með því að kveikja á kerti, lukt eða öðru slíku fyrir utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir konan á heimilinu yfir öllu þessu tilstandi hjá manni hennar? „Þetta er bara mjög flott, þetta verður geggjað.” Og hvernig er að eiga svona skrýtin karl? „Það er bara mjög gaman en það er krefjandi á köflum,” segir Halla Marinósdóttir skellihlæjandi.
Árborg Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira